Akureyri - Mikil loftmengun í morgun mest af völdum svifryks
Samkvæmt upplýsingum úr loftgæðamæli sem staðsettur er við Strandgötu á Akureyri eru loftgæði alvarlega slæm um þessar mundir en hægt er að fylægjst með mælingum á heimasíðu Akureyrarbæjar gegnum meðfylgjandi slóð. Tölur hafa hækkað og lækkað í morgun en eru enn sýndar með rauðum lit sem er alls ekki gott.
https://loftgaedi.is/is?zoomLevel=13&lat=65.68431629623733&lng=-18.096688344622926
Svifryk er það sem mest er af en Akureyri virðist vera eini staðurinn á landinu, þar sem þessr mælingar eru stundaðar, sem á núna við þetta vandamál að stríða.
Eins og sjá má á meðfylgjandi tölu hér að ofna hefur mjög sigið á ógæfuhliðibna eftir þvi sem liðið hefur á daginn og tölur hafa hækkað og skipt um lit.
Rauður litur er samkvæmt upplýsingum á loftgæðasíðu mjög alvarlegur kallast mikil loftmengum og um þann flokk segir:
,,Mikil loftmengun. Einstaklingar með alvarlega hjarta- og/eða lungasjúkdóma ættu að forðast að vera úti þar sem hætta er á mikilli mengun. Forðast ætti að vinna erfiðisvinnu eða að stunda líkamsrækt utandyra þar sem loftmengun er mikil.