Kiwanisklúbburinn Skjálfandi 50 ára

Björgunarsveitinni Garðari var veittur styrkur upp á fimm milljónir. Mynd/epe
Björgunarsveitinni Garðari var veittur styrkur upp á fimm milljónir. Mynd/epe
Kiwanis klúbburinn Skjálfandi hélt upp á 50 ára afmæli sitt í gær sunnudag en þar var farið   yfir sögu klúbbsins í 50 ár, félagar heiðraðir með 25 - 35 - 40 og 50 ára starfsaldurs merkjum.
 
Umdæmisstjóri Björn Bergmann ávarpaði samkomuna, þá voru þrír félagar heiðraðir vegna 40 - 60 og 70 ára afmæla á síðasta ári með silfur- gull- og rúbín stjörnum, að því búnu sagði Einar Valsson frá styrkveitingum og afhenti Bjsv. Garðari styrk upp á Kr. 5.000.000,- til reksturs nýja björgunarbátsins Villa Páls og samtökunum Einstök Börn Kr. 500.000,- þá flutti Guðrún Helga frakv.stjóri Einstakra Barna smá kynningu samtakanna, þá tóku til máls Birgir Þór formaður Lions klúbbs Húsavíkur, Eysteinn Kristjáns fulltrúi Bjsv. Garðars og Katrín Sigurjónsdóttir Sveitarstjóri Norðurþings, að því búnu sleit Björn Viðar forseti afmælisfundinum og bauð upp á kaffi veitingar.
 Nánar er fjallað um málið í Vikublaðinu sem kemur út á fimmtudag.

Nýjast