20. nóvember - 27. nóvember - Tbl 47
Úrslit ráðast á Kjarnafæðimótinu i fótbolta.
Það dregur til tíðinda i dag þegar KA og Þór mætast í úrslitaleik Kjarnafæðisbikarsins í fótbolta en leikurinn hefst kl 17.30 og fer fram á Greifavellinum.
Það er Knattspyrnudómarafélag Norðurlands sem ár hvert heldur Kjarnafæðismótið i karla og kvennaflokkum. Í tilkynningu frá félaginu segir:
,,Við KDN viljum láta gott af okkur leiða og því rennur allur aðgangseyrir sem kemur inn á úrslitaleiknum í Kjarnafæðismótinu til Alzheimersamtakanna á Akureyri.
Hvað er betra en að styrkja gott málefni rétt fyrir páskana og horfa á bestu liðin á Norðurlandi eigast við?
Við viljum af þessu tilefni reyna á mátt fyrirtækja á Norðurlandi og skora á þau að styrkja þetta mikilvæga málefni með því að kaupa miða á leikinn. Byrjum þessa keðju á að skora á Rafós ehf að kaupa 10 miða á leikinn.
Fyrir fólk sem vill styrkja þetta málefni þá má leggja inn á reikning
565-26-210100 Kt 461207-0490“.
Rétt er að taka fram að verði jafnt eftir venjulegan leiktíma fer fram vítaspyrnukeppni til að útkljá hvort liðið stendur uppi sem sigurvegari. Eins er gott að undirstrika til að taka af öll tvímæli að leiknum verður lokið vel áður en Ísland mætir Úkraínu í öðrum úrslitaleik á öðrum stað í heiminum. Þannig geta fótboltafílkar geta náð sér í tvöfaldan skammt af gleðilyfinu sem kallast fótbolti, bara mun að klæða sig vel fyrir inntöku fyrri skammtsins!