Hverfisráð Hríseyjar Gervigrasvöllur myndi bæta aðstöðu
Hverfisráð Hríseyjar gagnrýnir svar bæjarfulltrúa á bæjarstjórnarfundi unga fólksins á dögunum, en þar komu upp umræður um vilja barna og ungmenna að fá gervigrasvöll í eyjuna. Harmaði hverfisráðið að ekki hafi verið litið jákvætt á að byggja upp sparkvöll í Hrísey.
Slíkur völlur myndi bæta aðstöðu barna og ungmenna sem og að bæta aðstöðu til göngu og hreyfingar fyrir íbúa í Hrísey eða þá sem þar dvelja, þar sem takmarkaður aðgangur er að íþróttahúsinu. Óskar hverfisráði eftir samtali við fræðslu- og lýðheilsusvið og umhverfis- og mannvirkjasvið vegna málsins sem og vegna almennar uppbyggingar á skólalóð Hríseyjarskóla.