Sæskrímsli sýndu listir sýnar við Húsavíkurhöfn

Myndir/epe
Myndir/epe

Mikill mannfjöldi safnaðist saman á hafnarsvæðinu á Húsavík í gær til að berja augum ótrúlegar kynjaverur sem stigið höfðu í land úr hafinu.

Sæskrímslin eru nýtt íslenskt götuverk af stærri gerðinni sem byggja á íslenskum þjóðsagnaarfi. Sirkuslistahópurinn Hringleikur og leikgervastúdíóið Pilkington Props standa að verkinu ásamt MurMur Productions en verkið er hluti af Listahátíð í Reykjavík, sem einnig er meðframleiðandi verksins. Sæskrímsli, sprottin úr þjóðsagnaarfi Íslendinga, munu lifna við og birtast áhorfendum á hafnarbakkanum í formi stórra leikgerva sem vakin eru til lífs af íslensku sirkuslistafólki auk hóps ungmenna frá hverjum stað sem sýnt er á. Hafgúa tekur yfir togara, hópur fjörulalla leika lausum hala, skeljaskrímsli gengur um með hringlandi brynju sína og vökult auga hinnar risastóru sæskrímslamóður fylgist vel með.

Sjón er sögu ríkari.


Athugasemdir

Nýjast