Enskir togarajaxlar vingast við Akureyska kollega gegnum Facebook

Óhætt er að segja að átak áhugafólks um byggingu líkans af Harðbak EA 3 eins af síðutogurum ÚA hefur vakið mikla athygli og þó enn vanti nokkuð uppá að safnast hafi fyrir byggingarkostnaði þá miðar áfram í rétta átt.  ,,Við siglum áfram í góðum byr‘‘ segir Sigfús og bætir við reikningsnúmeri söfnunarinnar sem er 0511-14- 067136 kt. 290963-5169

 Það kom þó mjög á óvart þegar  vinabeiðnir tóku að streyma til síðuhaldara sem er  Sigfús Ólafur Helgason frá enskum togarajöxlum en þeir  halda úti mjög öflugri síðu þar sem þeir rifja upp gamla daga og er greinlega um sterkt ,,samfélag“ að ræða hjá þeim líka og hér er.  

 Þeir ensku skrifa gjarnan  á sínuna um upplifun þeirra á Islandsmiðum og er greinlegt að þeim er hlýtt til okkar þrátt fyrir þorskastríð og Captain  Kjærnested.  Eins rifja þeir upp björgunarafrek þar sem torgasjómenn enskir koma við sögu og íslenskir bjargvættir þeirra.

Fylgjendur Síðutogari ÚA verður til eru  þrjúhundruð og tíu talsins, þar af eru enskir nokkuð á fjórða tug.


Athugasemdir

Nýjast