Úti er ævintýri / Ute er eventyr

Úti er ævintýri er verkefni unnið fyrir miðstig (5, 6 og 7 bekk) í öllum skólum á Íslandi og í Noreg…
Úti er ævintýri er verkefni unnið fyrir miðstig (5, 6 og 7 bekk) í öllum skólum á Íslandi og í Noregi.

Úti er ævintýri er verkefni unnið fyrir miðstig (5, 6 og 7 bekk) í öllum skólum á Íslandi og í Noregi.  Verkefnið er unnið í tveimur löndum á sama tíma í íslensku námi og norsku námi.

 Verkefnið:

Nemendur skrifa sína eigin sögu. Sagan þeirra verður svo birt á veitum sem eru ókeypis. Einnig verður hún birt á Spotify.  Þannig geta foreldrar sem ekki hafa áhuga á eða ráð á, hlustað á íslenskar hljóðbækur með börnum sínum án þess að þurfa að borga fyrir það.

Þegar sagan er gefin út á veitum Spotify getur hún fengið mikla athygli.

Markmið:

Markmið verkefnisins er að nemendur öðlist reynslu í listrænum hluta, í þessu tilfelli að taka ákvörðun sjálf með það sem skal gera í skólanum með að fá að skrifa sína eigin sögu. Þeir skólar sem hafa aðstöðu til geta leyft nemendunum að lesa inn sögurnar sjálf og læra þannig lestur og meðferð orða, og öðlast einnig dýrmæta reynslu í að skila frá sér verkefni sem þeir sjálfir hafa skapað.

Við tökum svo á móti handritunum. Við lesum inn handritin, setjum inn á veiturnar og þannig eru nemendurnir orðnir viðurkenndir útgefendur eigin efnis.

Útfærsla:

Mikilvægt er að verkefnið sé unnið í góðu samstarfi við skólana, skólastjórnendur, umsjónarkennara miðstigs og að verkefnið passi vel inn í námsmarkmið miðstigs.

Sögurnar mega vel fara upp í 15 mínútur lesnar eða styttri.

Við erum þegar byrjuð í Noregi í fyrsta skólanum sem heitir Torderöd skóli á Jelöy - eyju í Moss. Við höfum myndað góð tengsl á milli okkar og starfsmanna skólans og vonum að með því sé tekið skref í að fleiri og þá vonandi allir skólar á Íslandi taki þátt í verkefninu.

www.torderodskole.no

„Krakkar skrifa sögur fyrir krakka á öllum aldri“og að það er ókeypis að lesa þær svo allir geti hlustað á hljóðbækur er hugsjón okkar með verkefninu.

Handritin eru lesin í einni töku, svo krakkarnir heyri að það megi lesa stundum vitlaust og leiðrétta sig. Þá þori þau mögulega að lesa sjálf inn sögurnar sínar.

Hér undir er hlekkur á það hvernig þetta getur litið út og hljómað þegar nemandinn hefur skilað af sér handriti til okkar.

https://open.spotify.com/episode/2UcDfGcOE0P26SUEh4wtiO?si=4406cea01bd84cdd

Allar nánari upplýsingar fyrir skóla á Íslandi er að finna hér.

Athugið!

Fyrstu 50 handritin fá þjónustuna ókeypis.

Það er bara að hafa samband, vera fyrstur og byrja.

 

Ásgeir Ólafsson Lie

Verkefnastjóri Úti er ævintýri Ísland

0047 40313499

asgeirpodcast@gmail.com

Nýjast