Gestir frá Færeyjum spila á Græna hattinum í kvöld

Danny and the Weetos, frændur okkar frá Færeyjum spila á Græna hattinum i kvöld.
Danny and the Weetos, frændur okkar frá Færeyjum spila á Græna hattinum i kvöld.

Danny & the Veetos hafa markað djúp spor í færeyskt tónlistarlíf með indí-popp melódíum sínum, undir etv smá þjóðlagatónlistar- áhrifum og með einlægum flutningi.

Danny and the Veetos hafa með tónlist sinni byggt upp tryggan aðdáendahóp bæði heima og erlendis, með milljónir spilana á öllum helstu streymisveitum. Segja má að ,,bandið” og hafi haft mikil áhrif á tónlistarlífið á Norðurlöndunum.

Lag þeirra, "Alright", hlaut titilinn Lag ársins á Færeysku tónlistarverðlaununum árið 2017 og varð fljótt í miklu uppáhaldi hjá aðdáendum. Snemma árs 2024 fékk lagið nýtt líf þegar það varð óopinber þjóðsöngur færeyska handboltalandsliðsins á Evrópumeistaramótinu sem fram fór í Þýskalandi,og sem vakti það mikla athygli á hljómsveitinni og kveikti í raun nýja bylgju spennu í kringum Danny & the Veetos.

Eftir nokkurt hlé frá spilamennsku sem notað var til að semja nýtt efni eru þeir nú komnir aftur á sviðið með nýtt efni.

Nýjasta lag þeirra, "Home Is Where You Are", kemur út 11. apríl, og er það fyrsta smáskífan af væntanlegri EP plötu, sem kemur út síðar á þessu ári.

Til að fagna þessum nýja kafla munu Danny & the Veetos koma fram á tónleikum, á Græna hattinum í kvöld kl. 21:00. Tónleikarnir marka spennandi endurkomu hljómsveitarinnar og er óhætt að skora á fólk til þess að verja kvöldstund með Danny and the Veetos á Græna hattinum í kvöld.

Miðar fást á staðnum eða á netinu: ➡️ https://www.graenihatturinn.is/is/danny-the-veetos-07-mar-2025/eid/85

 

 

 

 

Nýjast