Sláttur hefst óvenju seint þetta árið,
„Það eru margir í startholunum en enn sem komið er fáir byrjaðir að einhverju ráði,“ segir Sigurgeir Hreinsson framkvæmdastjóri Búnaðarfélags Eyjafjarðar. Sláttur er um það bil hálfum mánuði síðar á ferð hjá flestum en í meðalári.
Örfáir bændur eru byrjaðir að slá og ekki á fullum dampi enn sem komið er. „Sláttur hefst óvenju seint þetta árið,“ segir Sigurgeir. Veðurfari í vor hafi verið þannig að apríl var óvenju kaldur, maí nokkurn vegin innan venjulegra marka en kuldinn vikurnar á undan gerði að verkum að lítil spretta var farin af stað. Bakslagið hafi svo komið í byrjun júní þegar gerði mikla kuldatíð með snjókomu. Fáir verulega hlýir dagar hafi verið síðan og því fari gróður seint af stað. „Sumarið er bara ekki alveg mætt, en við verðum að horfa á jákvæðu hliðarnar og vona að úr rætist.
Það er mikill raki í jörðu og ef við fáum góðan hlýindakafla þá ætti gróður að taka fljótt við sér,“ segir Sigurgeir.