20. nóvember - 27. nóvember - Tbl 47
Af hröfnum og Flókum - Spurningaþraut #7
Spurningaþraut Vikublaðsins #7
Hér er spurt um all milli himins og jarðar.
-
Hvað heitir alvarlegi karlinn hér að ofan?
-
Bluetooth er nýmóðins tækni sem flest þekkja í dag, en við hvern er þessi tækni kennd?
-
Hvaða fyrirbæri er á bakhlið íslensku fimmtíkróna myntarinnar?
-
Að horfa á enska fótboltann er góð skemmtun. Enska úrvalsdeildin nýtur gríðarlegra vinsælda um heim allan en hvaða lið hefur nú þegar tryggt sér sigur í næst efstu deild (e. championship) karlaboltans þar í landi og þar með þátttökurétt í deild hinna bestu á næsta tímabili?
-
Hver er framkvæmdastjóri Samtaka sveitarfélaga & atvinnuþróunar á Norðurlandi eystar (SSNE)?
-
Alfreð Flóki Nielsen er þekkt nafn í listaheiminum á Íslandi en við hvaða listgrein fékkst hann?
-
Og meira um Flóka. Hrafna-Flóki Vilgerðarson var norskur víkingur sem nam land á Íslandi fyrir margt löngu. Viðurnefnið fékk hann vegna hrafna sem hann hafði með sér á siglingu frá Færeyjum og notaði þá til að vísa sér til Íslands. Hvað voru hrafnarnir margir?
-
Joe Biden er karl á besta aldri en hann gegnir embætti forseta Bandaríkjanna og hefur gefið það út að hann sækist eftir endurkjöri í forsetakosningunum á næsta ári. En hvað heitir eiginkona hans?
-
Jökulsárlón á Breiðamerkursandi er dýpsta stöðuvatn á Íslandi, 260 m. en hvaða vatn er næst dýpst?
-
Diljá Pétursdóttir flytur lagið Power fyrir Íslands hönd í Eurovision sem fram fer í Liverpool í vikunni. En hvaða land sigraði í keppninni á síðasta ári?
Aukaspurning:
Hvað er karlinn á myndinni hér að neðan
---
Svör
- Sigmund Freud.
- Harald Blátönn sem var konungur yfir Danmörku og raunar Noregi líka um tíma á 10. öld.
- Bogkrabbi einnig kallaður strandkrabbi, krabbi eitt og sér dugar ekki.
- Burnley, en þar leikur íslenski landsliðsmaðurinn Jóhann Berg Guðmundsson.
- Albertína F. Elíasdóttir.
- Hann var fyrst og fremst teiknari en myndlistamaður er að sjálfsögðu rétt.
- Þeir voru þrír. Sá fyrsti sem hann sleppti flaug beint aftur til Færeyja, annar flaug beint upp í loft og sneri svo aftur um borð, sá þriðji flaug fram um stafn og þá vissi Flóki að hann var að nálgast land.
- Jill Biden.
- Öskjuvatn, 220 m.
- Úkraína.
Aukaspurning:
Þetta er ungur Joseph Stalin.