Alvarlegt rútuslys í Öxnadal Uppfært kl 1900

Mynd Vísindavefurinn
Mynd Vísindavefurinn
 
Uppfærsla vegna slyss í Öxnadal kl. 18:55
 

Í fyrstu viljum vekja athygli á því að vegurinn um Öxnadal er enn lokaður og verður eitthvað fram eftir kvöldi, jafnvel fram eftir nóttu. Hvetjum við því alla sem þurfa að komast á milli Eyjafjarðar og Skagafjarðar í kvöld að fara fyrir Tröllaskagann í gegnum Siglufjörð og Ólafsfjörð.

Þarna hafði rúta með erlendum ferðamönnum oltið og var þó nokkur fjöldi þeirra slasaður. Flestir farþegar hafa nú verið fluttir af vettvangi og á Sjúkrahúsið á Akureyri. Þar fer fram frekari greining og þá eru 2 sjúkraflugvélar klárar á Akureyri og þá er þyrla LHG kominn til Akureyrar og mun hún einnig flytja slasaða til Reykjavíkur.

Frekari upplýsingar koma kl. 21:00


Laust fyrir kl. 17:00 fengu viðbragðsaðilar í Eyjafirði tilkynningu um alvarlegt umferðarslys í Öxnadal skammt frá Engimýri. Þar hafði rúta oltið og væru fjöldi farþega slasaðir. Hópslysaáætlun var virkjuð og allir viðbragðsaðilar kallaðir út.
 Vegurinn um Öxnadal er lokaður og mun verða eitthvað áfram.  Bendum við á hjáleið um Tröllaskaga.
 
Samkvæmt mbl.is voru í rút­unni yfir 23 farþegar og búið er að óska eft­ir tveim­ur sjúkra­flug­um og sjúkraþyrl­um.  
 
Frá þessu segir á FB síðu lögreglunnar  og mbl.is

Athugasemdir

Nýjast