Mannlíf

Batterísferð Rafhjólaklúbbsins í dag 14. júní

Rafhjólaklúbburinn er ört vaxandi félagsskapur fólks hér i bæ sem fer um víðan völl á raffjallahjólum sínum.  Þau stefna á ferð í dag eins  og fram kemur í tilkynningu frá félagsskapnum hér að neðan og í þeirri tilkynningu  koma fram ráð frá þeim um það hvernig gott sé að spara hleðsluna á  rafhlöðu hjólsins.   Ekki þarf að efast um að þessi ráð koma sér vel því margir eru að stíga sín fyrstu ástig á rafhjólum þessa dýrðardagana og öll ráð því gulls í gildi.

Lesa meira

Sterkir menn og gamlir tíkallar - Spurningaþraut #12

Spurningaþraut Vikublaðsins #12

Lesa meira

Skemmtiferðaskip til Hjalteyrar

Sl. laugardagskvöld kom skemmtiferðaskipið Sylvia Earle til Hjalteyrar en líklegt verður að telja að það sé í fyrsta sinn sem skip slíkrar tegundar hefur viðkomu á Hjalteyri.  

Lesa meira

Brúnir Gallerí Eyjafjarðarsveit

Raja / Takmörk er málverkasýning sem opnuð verður í dag sunnudaginn 11.júní að Brúnir Gallerí, Eyjafjarðarsveit, milli kl.14-18. Sýningin stendur til 22.júlí og er opin daglega frá kl.14-18

Lesa meira

Tvær Pastellur undir Reyniviðnum

Þriðjudaginn 13. júní koma tveir listamenn úr Pastel ritröð fram undir Reyniviðnum í Menningarhúsi í Sigurhæðum.

Lesa meira

Amtsbókasafnið ekki bara bækur

Það er óhætt að segja að starfsfólkið á Amtsbókasafninu á Akureyri sé fullkomlega ófeimið við að fara út fyrir hefðbundið starfssvið bókasafna og tekst þeim með því að auðga starfið mjög.

Lesa meira

Kvennakórinn Embla flytur perlur frá barrokktímanum ásamt hljómsveit og einsöngvurum

Kvennakórinn Embla flytur perlur frá barrokktímanum ásamt hljómsveit og einsöngvurum.

Laugardagskvöldið 10 .maí 2023 verður Stabat mater eftir Pergolesi og Gloria eftir Vivaldi flutt á tónleikum í Glerárkirkju.

Flytjendur eru Kvennakórinn Embla, Barrokksveit Akureyrar og einsöngvarar eru Helena Guðlaug Bjarnadóttir, Erla Dóra Vogler og Sigrún Hermannsdóttir.
Stjórnandi er Roar Kvam.

Miðasala verður við innganginn.

Miðaverð er kr 5000 og er posi á staðnum. Einnig verður geisladiskur Kvennakórsins, Íslenskar söngperlur, til sölu við innganginn og kostar kr 3500. Diskurinn kom út í lok árs 2022 og er ófáanlegur í verslunum.

Pergolesi samdi Stabat mater við latneskt miðaldarljóð og fjallar verkið um sorg Maríu meyjar við krossfestingu sonar síns. Verkið var síðasta tónverk hans og er af mörgum talið hans besta verk.  Gloria eftir Vivaldi er eitt vinsælasta kórverk allra tíma og var upprunalega samið fyrir blandaðan kór en verður hér flutt í útsetningu fyrir kvennakór og strengjasveit og orgel. Verkið er byggt á bæninni Gloria in excelsis Deo frá fjórðu öld.

Segir i tilkynningu  frá kórnum



Lesa meira

Magnaður dagur á Kerlingu

Gönguklúbburinn 24x24 er hópur fólks sem hefur það sameiginlegt að hafa ástríðu á fjallamennsku og útivist. Aðra hverja helgi ganga þau í 24x24 ert á eitthvert fjallið, en aðalgönguferð félagsins er Glerárdalshringur sem er gengin aðra helgi í júlí ár hvert.

Lesa meira

„Klofvega situr hann á atómbombu“ - Spurningaþraut #11

Hér er spurt um fleyg orð og ýmslegt fleira

Lesa meira

Rannsókn á algengi svefnvandamála barna:

„Algengi svefnvandamála barna.“ er viðamikil rannsókn sem Sjúkrahúsið á Akureyri leiðir. Nú er vika þar til gagnasöfnun lýkur en í dag eru 363 börn skráð í rannsóknina. Fyrstu niðurstöður gefa til kynna að kæfisvefn meðal barna sé algengara vandamál en fyrri rannsóknir hafa gefið til kynna en alls hafa 75þátttakendur með meðal- eða alvarlegan kæfisvefn mætt í skoðun og eftirfylgni hjá háls-, nef- og eyrnalækni, barnalækni og tannréttingasérfræðingi á Sjúkrahúsinu á Akureyri (SAk).

Lesa meira