Úthlutun úr Minningarsjóði Baldvins Rúnarssonar Fjórir styrkir til góðra málefna
Fjórir styrkir, samtals að upphæð tvær milljónir króna var úthlutað úr Minningarsjóði Baldvins Rúnarssonar í gær. Líkt og áður var lögð áhersla á að styrkja málefni sem voru Baldvini hugleikin og styðja þannig það góða starf sem unnið er víða á Akureyri og í nágrenni. Styrkirnir voru afhentir við stutta athöfn í Hamri, félagsheimili Þórs.
Fram kom að með með styrkveitingunum dagsins hefur verið úthlutað rúmum 13 milljónum króna frá því sjóðurinn var stofnaður fyrir fimm árum.