Mannlíf

Úthlutun úr Minningarsjóði Baldvins Rúnarssonar Fjórir styrkir til góðra málefna

 Fjórir styrkir, samtals að upphæð tvær milljónir króna var úthlutað úr  Minningarsjóði Baldvins Rúnarssonar í gær. Líkt og áður var lögð áhersla á að styrkja málefni sem voru Baldvini hugleikin og styðja þannig það góða starf sem unnið er víða á Akureyri og í nágrenni. Styrkirnir voru afhentir við stutta athöfn í Hamri, félagsheimili Þórs.

Fram kom að með með styrkveitingunum dagsins hefur verið úthlutað rúmum 13 milljónum króna frá því sjóðurinn var stofnaður fyrir fimm árum.

Lesa meira

Dýrleif Skjóldal og fjölskylda hefur tekið á móti 6 skiptinemum

„Þetta verður óskaplega gaman og við hlökkum mikið til,“ segir Dýrleif Skjóldal, Dilla sem í ágúst fær til sín skiptinema frá Ekvador. Það er í sjálfu sér ekki í frásögur færandi, nema fyrir það að fyrir rúmum tveimur áratugum tóku Dilla og hennar maður, Rúnar Arason á móti skiptinema frá Ekvador og sá er pabbi stúlkunnar sem síðsumars fetar í fótspor föður síns.  Alls eru væntanlegir næsta haust 27 skiptinemar til dvalar hjá íslenskum fjölskyldum og eru þeir frá 16 þjóðlöndum. Dvalartími þeirra er frá þremur og upp í tíu mánuði.

Lesa meira

Grýtubakkahreppur - Sterk staða

Staða Grýtubakkahrepps er sterk og rekstrarhorfur halda áfram að batna með þeirri uppbyggingu sem er í gangi og væntanlegri fólksfjölgun.

Lesa meira

Ögn færri kosið utan kjörfundar nú en höfðu kosið fyrir fjórum árum

,,Við lok dags í gær voru 2003 einstaklingar með lögheimili á Akureyri búnir að kjósa utan kjörfundar á landinu. Þar af kusu 1663 greitt atkvæði hjá embætti sýslumannsins á Norðurlandi eystra,” sagði Helga Eymundsdóttir formaður yfirkjörstjórnar á Akureyri í samtali við vefinn í dag.

Lesa meira

Forsetakosningar 2024 almennar upplýsingar

Eins og fólki er væntanlega ljóst fara forsetakosningar fram á morgun laugardaginn 1. Júní.  Kjörfundur hefst kl. 9:00 og lýkur ekki seinna en  klukkan 22:00.

Lesa meira

Togarinn Björgvin EA seldur – Nýtt skip smíðað

Samherji hefur selt ísfisktogarann Björgvin EA 311 og verður skipið afhent kaupanda í júní.

Lesa meira

Akureyri Sjómannadagurinn 2024 dagskrá

Akureyri - dagskrá 2024

Lesa meira

Bók um Kinnar- og Víknafjöll komin út

Bókin Kinnar- og Víknafjöll  með mínum augum er komin út. Höfundur er Hermann Gunnar Jónsson sem áður hefur skrifað bókina Fjöllin í Grýtubakkahreppi.

„Titill bókarinnar er lýsandi fyrir innihald hennar því nú segi ég á persónulegum nótum frá ferðum mínum á umrædd fjöll auk nokkurra annarra á Flateyjardal og í neðanverðum Fnjóskadal. Framsetning hverrar ferðar er sem nokkurskonar ferðadagbók með texta, ljósmyndum og kortum,“ segir Hermann Gunnar um bókina.

Lesa meira

Maðurinn fannst látinn

Uppfært kl. 11:30

Tvítugur maður fannst látinn í Fnjóská í Dalsmynni, norðvestan við Ártún í Grýtubakkahreppi, nú fyrir skömmu. Leitarhópar hafa verið afturkallaðir. Rannsókn málsins er í höndum lögreglu.

Lesa meira

Höldur-Bílaleiga Akureyrar styður Velferðarsjóð Eyjafjarðar vegna íþrótta- og tómstundaiðkunar barna og unglinga.

Verkefni tengd samfélagslegri ábyrgð hjá Höldi-Bílaleigu Akureyrar eru mörg og skipa veigamikinn sess í rekstrinum. Fyrirtækið tekur samfélagslega ábyrgð sína alvarlega og styður sem dæmi rausnarlega við íþróttastarf á Íslandi og er í dag með styrktarsamninga við um 110 deildir íþróttafélaga um allt land. Aðgengi allra barna og unglinga að íþrótta- og tómstundastarfi er sameiginlegt verkefni samfélagsins, enda ein allra mikilvægasta forvörnin.

Lesa meira