Fjölbreytt og hátíðleg dagskrá

Mynd/MAk
Mynd/MAk

Páskatónleikar Sinfóníuhljómsveitar Norðurlands verða haldnir í Menningarhúsinu Hofi á skírdag. Gloria eftir Vivaldi og fjölbreytt dagskrá hátíðlegra barokkverka eftir Antoni Lotti, Antonio Vivaldi og Guiseppe Torelli.

Hljómsveitarstjóri er Eyþór Ingi Jónsson og einsöngvarar Helena Guðlaug Bjarnadóttir og Hildigunnur Einarsdóttir. Einleikari á trompet er Vilhjálmur Ingi Sigurðarson. Auk Sinfóníuhljómsveitar Norðurlands tekur Kammerkórinn Hymnodia þátt í þessum hátíðlegu tónleikum.

Á viðburðinum mun umdæmisstjóri Rótarýhreyfingarinnar á Íslandi, Soffía Gísladóttir í Rótarýklúbbi Akureyrar, veita tveimur afburðatónlistarkonum, Ernu Völu Arnardóttur píanóleikara og Bryndísi Guðjónsdóttur sópransöngkonu, þá glæsilegu stóru styrki sem árlega eru veittir til tónlistarnemenda í framhaldsnámi á háskólastigi. Af þessu tilefni syngur Bryndís aríu ásamt okkar landsþekkta píanóleikara Helgu Bryndísi Magnúsdóttur og Erna Vala leikur La Valse eftir Ravel.

Nýjast