Fréttir

SAk - Sumarmönnun vel á veg komin

Líkt og hjá öðrum heilbrigðisstofnunum hefur mönnun verið mikil áskorun fyrir Sjúkrahúsið á Akureyri. Herferðin „Komdu í lið með okkur!” sem miðaði að því að kynna SAk sem eftirsóknarverðan vinnustað og gefa innsýn í störf hjúkrunarfræðinga og ljósmæðra á Sjúkrahúsinu á Akureyri hitt í mark og er sumarmönnun nú vel á veg komin.

Lesa meira

Húsavík - Vilja koma á tengiliðaverkefni fyrir nýja íbúa

Helena Eydís Ingólfsdóttir, fulltrúi D lista og formaður fjölskylduráðs Norðurþings lagði til á fundi ráðsins í síðustu viku að  hafinn verði undirbúningur að því að koma á tengiliðaverkefni fyrir nýja íbúa í samstarfi sveitarfélagsins, vinnustaða og félagasamtaka. Með verkefninu er átt við að þegar nýir íbúar flytja í sveitarfélagið Norðurþing taki samfélagið höndum saman og greiði leið þeirra inn samfélagið.

Lesa meira

Listamannaspjall með Gunnari Kr. Jónassyni í Listasafninu á Akureyri n.k. laugardag

Laugardaginn 20. apríl kl. 15 verður listamannaspjall með Gunnari Kr. Jónassyni um verk hans á samsýningunni Sköpun bernskunnar, sem nú stendur yfir í Listasafninu á Akureyri. Stjórnandi er Heiða Björk Vilhjálmsdóttir, sýningarstjóri. Aðrir þátttakendur sýningarinnar eru Ingunn Fjóla Ingþórsdóttir og nemendur úr leikskólanum Naustatjörn og grunnskólunum Glerárskóla og Naustaskóla.

Lesa meira

Norðurorka fær umhverfisverðlaun Terra

Norðurorka hlaut umhverfisverðlaun Terra á landsbyggðinni fyrir árið 2023. Norðurorka hefur sett fordæmi fyrir því hversu vel má flokka allt sem til fellur hjá stóru fyrirtæki. Hlutfall sem urðað er eða sent í brennslu er í algjör lágmarki og samræmist það mjög vel stefnu Terra um að skilja ekkert eftir. Norðurorka hefur tileinkað sér þær nýjungar sem Terra býður upp á og hefur fyrirtækið verið reiðubúið að prófa nýjar lausnir og gefið álit sitt á virkni þeirra.

Forsvarsmenn Terra segir að ansi mörg fyrirtæki sem séu í viðskiptum við félagið hafi bætti sig á milli ára þegar kemur að flokkun, sem aftur skili hreinni straumum og hærra hlutfalli heildarúrgangs sem fer í endurvinnslu.

 

Lesa meira

Nýr Kjalvegur – Hraðbraut í gegnum hálendið

 Á Alþingi liggur nú fyrir þingsályktunartillaga um endurnýjun vegar yfir Kjöl með einkaframkvæmd en nokkrum sinnum hefur verið reynt að mæla fyrir málinu í gegnum tíðina án árangurs.

Lesa meira

Hefur myndað báta frá barnsaldri

Hafþór Hreiðarsson, ljósmyndari og nú myndlistamaður

Lesa meira

Akureyri - Þátttaka eykst stöðugt í velheppnuðu verkefni Virkra efri ára

„Við erum afskaplega ánægð með hvernig til hefur tekist, þátttaka hefur aukist jafnt og þétt og við heyrum ekki annað en notendur séu ánægðir með það sem í boði er,“ segir Héðinn Svarfdal Björnsson verkefnastjóri Virkra efri ára. Verkefnið hófst formlega í febrúar í fyrra en þá var byrjað á að bjóða ýmis konar tækifæri til hreyfingar fyrir þá íbúa bæjarins sem náð höfðu 60 ára aldri og voru þeir dreifðir um bæinn.

Lesa meira

Húsavik - Gagnrýna ákvörðun um kaup á körfubíl

Byggðarráð Norðurþings samþykkti á 457 fundi sínum fyrri skemmstu að körfubíl fyrir Slökkvilið Norðurþings með atkvæðum Hjálmars Boga B-lista og Áka Haukssonar M-lista. Hafrún Olgeirsdóttir D-lista greiddi atkvæði á móti. Áætlaður kostnaður við kaupin er 14,9 m.kr með vsk. á tækinu heim komið miðað við gengi dagsins.

Lesa meira

KEA eykur við hlut sinn í Norlandair

KEA hefur keypt rúmlega 21% hlutafjár í Norlandair og verður eftir viðskiptin stærsti hluthafi félagsins með 43% eignarhlut. Samhliða þessum viðskiptum er Air Greenland einnig að auka við hlut sinn í félaginu og verður næst stærsti hluthafi þess. Í þessum viðskiptum voru Friðrik Adolfsson, Kaldbakur og Mýflug að selja eignarhluti sína en Friðrik lét af störfum sem framkvæmdastjóri Norlandair vegna aldurs um nýliðin áramót og við starfi hans hefur tekið Arnar Friðriksson.

Lesa meira

1500 FRÆ

Meðmæli eru frækorn. Við erum að sá og fjárfesta til framtíðar. Við munum enn fremur uppskera eins og við sáum. Ef við sáum þeirri hegðun að frambjóðendur verði að vera þekkt andlit, með reynslu úr pólitík eða opinberri þjónustu – þá uppskerum við eftir því. Umsóknarkröfum ætti þá að breyta til samræmis hið snarasta sem og heiti starfsins. Embætti fyrir útvalda. Embætti fyrir fræga. Embætti fyrir völd og pólitík.

Lesa meira