Föngulegir gripir á árlegri og hátíðlegri hrútasýningu
Hin árlega hrútasýning Félags sauðfjárbænda í Suður-Þingeyjarsýslu var haldin hátíðlega nú fyrir skemmstu. Líkt og fyrri ár fór hún fram á tveimur stöðum en fyrir hádegi var hist í Hriflu og eftir hádegi í Sýrnesi.