Lóð við Súluveg/Miðhúsabraut álitlegur staður fyrir nýja slökkviliðsstöð -Leita þarf að nýjum stað fyrir dýraspítala sem áður hafði fengið lóðina

Umrædd lóð   Mynd  Google-maps
Umrædd lóð Mynd Google-maps

Skipulagsráð hefur falið skipulagsfulltrúa að finna nýja lóð í bæjarlandi Akureyrar sem hentar fyrir starfsemi dýraspítala.

Samþykkt var á fundi bæjarráðs í ágúst 2022 að veita Dýralæknaþjónustu Eyjafjarðar lóð á mótum Súluvegar og Miðhúsabrautar. Frestur til framkvæmda er liðinn samkvæmt almennum byggingarskilmálum.

Slökkvilið Akureyrar sótti um þessa sömu lóð og telur að umrætt svæði sé best til þess fallið að byggja upp nýja slökkvistöð á Akureyri til framtíðar litið.

Í greinargerð slökkviliðsstjóra segir að nauðsynlegt sé að huga að byggingu nýrrar slökkvistöðvar. Staðsetning núverandi slökkvistöðvar sé slæ, umferð mikil og vaxandi og tefji útkallstíma.

Lóðin við Súluveg henti slökkviliði vel, bærinn hafi stækkað til norðurs og suðurs og staðsetning nýrrar lóðar sé miðsvæðis. Umferðarþungi á svæðinu er lítill og lóðin býður upp á svæði til æfinga og þjálfunar.

Fram kemur að skynsamlegt sé að ráðast í byggingu nýrrar slökkvistöðvar sem fyrst, það sé fjárhagslegur ávinningur fyrir bæjarsamfélagið.

Nýjast