Fréttir

Tæplega hálfrar aldar gamall stigi á Akureyri rifinn niður

Lesa meira

Leggja Skarðshlíð 20 fram sem kost á norðurstöð heilsugæslunnar

Lesa meira

Akureyringar heimsmeistarar í listdansi

Lesa meira

Hvað er að frétta?

Lesa meira

Vinsælasta útivistarperla Húsavíkur

Botnsvatn er ein af vinsælustu útivistarperlum Húsavíkur og hefur verið það í áratugi. Vatnið liggur í fallegu dalverpi neðan Húsavíkurfjalls, rétt sunnan við byggðakjarna Húsavíkur og umhverfis það er dásamleg gönguleið sem er vel nýtt af gangandi, hlaupandi og hjólandi útivistarfólki. Ekið er upp úr miðjum Húsavíkurbæ, eftir Ásgarðsvegi og eftir um 3 mín akstur blasir vatnið við.
Lesa meira

„Ísland verði grænasta land í heimi“

Vikublaðið hitar nú upp fyrir alþingiskosningarnar sem fara fram í haust og mun blaðið á næstu vikum birta viðtal við oddvita allra flokkana sem bjóða fram í NA-kjördæmi. Við hefjum leikinn á Viðreisn en það er Ei­ríkur Björn Björg­vins­son, sviðs­stjóri og fyrr­verandi bæjar­stjóri á Akur­eyri og á Fljóts­dals­héraði, sem leiðir lista Við­reisnar í Norð­austur­kjör­dæmi í komandi þing­kosningum. Eiríkur er kvæntur Ölmu Jóhönnu Árnadóttur, grafískum hönnuði og markþjálfa. Þau eiga þrjá stráka. Fjölskyldan flutti í Garðabæ 2019 eftir að hafa búið á Húsavík, Fljótsdalshéraði og Akureyri samtals í um 30 ár eða frá árinu 1986. „Ef fólk vill frjálslyndi, frelsi og jafnrétti ætti það að kjósa Viðreisn. Þetta eru leiðarstef Viðreisnar því það er nauðsynlegt að skapa öllum landsmönnum jöfn tækifæri og styðja þá sem ekki geta nýtt þau. Viðreisn vill að ákvarðanir séu ávallt teknar með almannahagsmuni að leiðarljósi, en ekki sérhagsmuni. Þannig sköpum við réttlátt samfélag þar sem allir, einstaklingar, heimili og fyrirtæki njóta jafnræðis. Frambjóðendur Viðreisnar í NA kjördæmi, eins og allir frambjóðendur flokksins bjóða fram krafta sína af öllu hjarta, þeir vilja breytingar, finna og nýta möguleika og tækifæri og vinna af heilum hug til að efla hag allra. Frambjóðendur Viðreisnar í kjördæminu vilja vera þjónar íbúanna frekar en kerfisins og stuðla að því að raddir fólksins heyrist þar sem ákvarðanirnar eru teknar. Ef fólk vill gefa framtíðinni tækifæri ætti það að kjósa Viðreisn.“
Lesa meira

„Hefði vafalaust verið greindur ofvirkur ef það hefði tíðkast þá“

Pálmi Björn Jakobsson er einn af þremur kennurum Borgarhósskóla á Húsavík sem létu af störfum í vor eftir áratuga þjónustu. Hann hefur séð tímana tvenna og skilað fleiri árgöngum til manns, þar á meðal þeim sem þetta ritar. Ég hitti Pálma fyrir utan Borgarhólsskóla á dögunum og ræddi við hann um ferilinn. Það fyrsta sem Pálmi segir þegar ég hitti hann við ærslabelginn á Húsavík í blíðviðrinu er að nú sé enn betri tími til að sinna barnabörnunum, en hann er þar með einum af afastrákunum sínum. Hvernig er tilfinningin að vera kominn á eftirlaun? „Blendin. Eftirsjá en líka tilhlökkun eftir því að gera ekki neitt,“ segir Pálmi og það liggur vel á honum í leik með afastráknum. „Ég ætla að bara að fara njóta efri áranna í rólegheitunum.“
Lesa meira

Fólkið, ferðalagið og vatnið

Lesa meira

Upplýsingar+uppljóstranir=aðhald

Lesa meira

Við ætlum að mæta áskorunum framtíðarinnar

Lesa meira