Öllum hnútum kunn á sjúkrahúsinu

Hildigunnur Svavarsdóttir. Mynd/Margrét Þóra Þórsdóttir.
Hildigunnur Svavarsdóttir. Mynd/Margrét Þóra Þórsdóttir.

„Forstjórastarfið leggst ljómandi vel í mig. Ég lít á það sem styrk að þekkja stofnunina og hafa unnið sem framkvæmdastjóri undanfarin ár, en það er svo að hverri stöðu fylgja ný verkefni og ég lít á það sem jákvæða áskorun að takast á við þau verkefni í kunnuglegu umhverfi,“ segir Hildigunnur Svavarsdóttir í samtali við Vikublaðið, en hún var nýlega ráðin sem nýr forstjóri Sjúkrahússins á Akureyri (SAk). „Ég veit að þetta starf gerir miklar kröfur en það er kappsmál hjá mér að hafa þarfir sjúklinga að leiðarljósi með því að bjóða upp á gæða heilbrigðisþjónustu sem sinnt er af öflugum og ánægðum hópi starfsmanna.“ Hildigunnur á langan starfsferil hjá SAk en hún byrjaði að vinna á stofnuninni á menntaskólaárunum. „Þá vann ég tvö sumur við ræstingar á skurðstofu. Ég vann einnig sem hjúkrunarnemi á seinni hluta hjúkrunarnámsins en eftir að því námi við Háskólann á Akureyri lauk, starfaði ég sem hjúkrunarfræðingur á bráðamóttöku þar til ég fór í meistaranám til Skotlands....

Skráðu þig inn til að lesa

Fáðu þér áskrift til þess að halda áfram að lesa.

Verð frá 2.690 kr. á mánuði.

 

Nýjast