Fréttir

Sjálfsögð réttindi

Lítil og meðalstór fyrirtæki hafa verið undirstaða byggðar í landinu. Þessi undirstaða riðar nú til falls ef heldur áfram sem horfir. Þessi fyrirtæki eru í nauðvörn. Þau fyrirtæki eru til dæmis fjölskyldubúin sem mynda íslenskan landbúnað. Okkur ber að standa vörð um þennan menningarlega, sögulega, efnahagslega og samfélagslega arf. Miðflokkurinn hefur einn flokka lagt fram heildarstefnu um eflingu landbúnaðar og matvælaframleiðslu. Íslenskur landbúnaður er umhverfisvænn og með aukinni áherslu á skógrækt mun mikilvægi hans í umhverfismálum aukast.
Lesa meira

Mikil verðmæti urðu eldinum að bráð

Lesa meira

Þingeyjarsveit og Skútustaðahreppur með flestar umsóknir í viðskiptahraðalinn Vaxtarými

Fjölmargar umsóknir bárust í viðskiptahraðalinn Vaxtarrými en umsóknarfresti lauk á miðnætti, mánudaginn 20. september. Um er að ræða átta vikna viðskiptahraðall fyrir frumkvöðla, ný fyrirtæki og nýsköpunarverkefna innan starfandi fyrirtækja á Norðurlandi.
Lesa meira

Ný aðstaða fyrir Frístund og 6000 fermetra leikskóli

Hugmyndir um að leysa brýnan vanda Frístundar á Húsavík ræddar á sveitarstjórnarfundi Norðurþings.
Lesa meira

Jóhann Kristinn hættur með Völsung

Jóhann Kristinn Gunnarsson þjálfari 2. deildar liðs Völsungs í fótbolta hefur tilkynnt að hann sé hættur þjálfun liðsins. Jóhann Kristinn hefur stýrt liðinu í fimm ár samfleytt og þar áður í þrjú ár. Jóhann Kristinn náði frábærum árangri með liðið í sumar sem skilaði 3. sæti í 2. deild.
Lesa meira

Sáu kirkjuna fuðra upp og ekki varð neitt við ráðið

„Við erum auðvitað bara núna í dag að átta okkur á þessum harmleik, en mér heyrist á fólki hér að ekki komi annað til greina en að byggja upp á ný,“ segir Henning Jóhannesson útgerðarmaður í Grímsey um eldsvoðann þar í gærkvöld sem varð Miðgarðakirkju að bráð. Ekkert stendur eftir af kirkjunni. Hún var byggð úr rekaviði árið 1867.
Lesa meira

Sigur í sjónmáli

Nú er örstutt í kosningar. Ég finn að það er eitthvað stórkostlegt í vændum fyrir þau sem hafa beðið alltof lengi eftir bættum hag. Sanngirnis- og réttlætisskúta Flokks fólksins siglir seglum þöndum í blússandi meðbyr öfugt við það sem skoðanakannanir bentu til í upphafi.
Lesa meira

Samgöngur eru lífæð landsbyggðanna

Samgöngur skipta landsbyggðarfólk öllu máli. Góðar samgöngur eru ein mikilvægasta lífæðin fyrir bæjarfélög á landsbyggðunum. Þegar talað er um samgöngur er átt við ansi marga þætti eins og flug, vegi og áhrifaþætti sem dæmi veður og færð.
Lesa meira

Grímseyjarkirkja brunnin til grunna

Grímseyjarkirkja brann til kaldra kola í nótt. Mikill eldur kom upp í kirkjunni laust fyrir miðnætti, og var engum verðmætum hægt að bjarga úr kirkjunni, samkvæmt mbl.is sem greindi fyrst frá eldsvoðanum.
Lesa meira

Bíllausi dagurinn er á morgun

Bíllausi dagurinn er haldinn víða um heim á morgun, miðvikudaginn 22. september, þar á meðal á Akureyri. Þá er fólk hvatt til að hvíla bílinn og ganga, hjóla eða taka strætó.
Lesa meira