Fréttir

Alþjóðleg ráðstefna um framtíð Atlantshafslaxins hefst í dag

Dagana 21. og 22. september 2021 leiðir Six Rivers Conservation Project saman í Reykjavík sérfræðinga hvaðanæva að úr heiminum til að ræða nýjustu rannsóknir og aðgerðir til verndar Atlantshafslaxinum sem er í útrýmingarhættu. Ísland er eitt fárra svæða þar sem laxinn dafnar.
Lesa meira

Þreyta og slappleiki eru algengustu þunglyndiseinkennin hjá íþróttafólki

Rannsóknir Richards hafa hingað til að mestu leyti snúist um þunglyndiseinkenni hjá íþróttafólki. Aðalástæðan fyrir áhuga hans á því viðfangsefni er sú að þunglyndi tengist að miklu leyti lífskjörum og lífsgæðum sem hafa svo áhrif á virkni fólks í samfélaginu heilt yfir.
Lesa meira

Sveigjanleg þjónusta er málið fyrir okkur er við eldumst

Málefni þeirra sem eldast eru mál málanna í heilbrigðiskerfinu að mínu mati. Því miður þá berast nær vikulega fréttir af fráflæðisvanda Landspítalans. Orð sem gefur til kynna að inn á spítalanum liggja einstaklingar sem ekki geta farið í aðra þjónustu, er mætir þeirra þörfum, þeirra hæfni og þeirra getu, langflestir þeirra eru eldri en 75 ára. Fráflæðisvandi Landspítalans eru mæður okkar og feður, ömmur okkar og afar, langömmur okkar og langafar og eiga meira skilið en að vera álitin vandamál á stofnun og fyrir samfélagið.
Lesa meira

„Við tókumst á við allt sem hægt er að takast á við í íslenskri náttúru“

Bjarni Páll Vilhjálmsson rekur ásamt fjölskyldu sinni ferðaþjónustufyrirtæki sem sérhæfir sig í hestaferðum með hópa að Saltvík rétt sunnan Húsavíkur. Á bænum er einnig gistiheimili. Bjarni Páll kom heim fyrir skemmstu úr tveggja mánaða hestaferð þvert yfir landið en á annað hundruð manns tóku þátt í ferðinni. Blaðamaður Vikublaðsins heimsótti Bjarna Pál á dögunum og ræddi við hann um ferðina. Bjarni Páll segir að kjarninn í starfseminni sé einmitt þessar lengri hestaferðir sem hann hefur verið að bjóða upp á. „Svo erum við með dagstúra líka og gistiheimili,“ bætir hann við.

Lesa meira

Breytingar á matseðlum í leik- og grunnskólum

Sýni ehf. gerði síðasta vor úttekt á matseðlum í leik- og grunnskólum Akureyrarbæjar að ósk fræðsluráðs. Með hliðsjón af niðurstöðum úttektarinnar og að teknu tilliti til hugmynda matráða sem komið hafa fram á fundum með þeim síðustu tvö árin, sendi leikskólateymi fræðslusviðs erindi til fræðsluráðs um breytingar á fyrirkomulagi matseðla sem nú hefur verið samþykkt.
Lesa meira

Þjónusta barna- og unglingageðteymis SAk efld tímabundið

Heilbrigðisráðherra hefur ákveðið að ráðstafa 13 milljónum króna til að efla tímabundið þjónustu barna- og unglingageðteymis Sjúkrahússins á Akureyri. Heilbrigðisráðherra hefur áður ráðstafað 102 milljónum króna í tiltekin átaksverkefni hjá Landspítala sem miða að því að efla geðheilbrigðisþjónustu við börn og ungt fólk og stytta bið eftir greiningu og meðferð
Lesa meira

Fyrsta skóflustunga viðbyggingar við Hrafnagilsskóla

Í gær var fyrsta skóflustugnan tekin af viðbyggingu við Hrafnagilsskóla, fimmtíu árum eftir að fyrsta skóflustunga af Hrafnagilsskóla var tekin. Stærð viðbyggingarinnar verður um 1.900m2 og mun húsið að lokum meðal annars hýsa leikskóla, grunnskóla, fjölnota sali, bókasafn, upplýsingaver, aðstaða til tónlistaiðkunar og kennslu, félagsmiðstöð og líkamsræktaraðstöðu.
Lesa meira

Vel lukkaður Eyfirskur safnadagur

Eyfirski safnadagurinn var haldinn um síðustu helgi og gestum og gangandi boðið að skoða söfn á Eyjafjarðarsvæðinu. Alls tóku 15 söfn á svæðinu þátt í deginum.
Lesa meira

Börnin eru það mikilvægasta sem við eigum

Nú virðist mér, sem íbúa á Húsavík, að málefni barna og unglinga vilji oft verða útundan hér á bæ. Aðstaða barnanna okkar í frístund að loknum grunnskóla er sprungin og hana verður að bæta, aðstaða unglinga og ungs fólks hvað varðar félagslíf er varla til staðar. Húsnæði íþróttahallarinnar hentar ekki öllum þeim greinum sem þar eru stundaðar.
Lesa meira

Söfnuðu hálfri milljón fyrir Pietasamtökin

Fjölmargir gestasöngvarar stigu á stokk; systurnar Bylgja, Harpa og Svava Steingrímsdætur fluttu hverjar sitt lagið af sinni alkunnu snilld. Aðalsteinn Júlíusson var nálægt því að rífa þakið af kirkjunni með kraftmikilli röst sinni. Frímann kokkur átti flotta innkomu. Ragnheiður Gröndal bjó til töfrandi stund þegar hún söng tvö lög án undirspils og auðvitað dustaði Biggi í Maus rykið af pönkaranum og flutti lag eftir Billy Idol.
Lesa meira