Mikil verðmæti urðu eldinum að bráð

Miðgarðakirkja í Grímsey stóð í ljósum logum í gærkvöld. Mikil menningarverðmæti glötuðustu í eldinu…
Miðgarðakirkja í Grímsey stóð í ljósum logum í gærkvöld. Mikil menningarverðmæti glötuðustu í eldinum. Mynd Henning Jóhannesson

Mikil menningar- og samfélagsverðmæti urðu eldinum að bráð þegar eitt elsta hús í Grímsey, Miðgarðakirkja, brann. Kirkjan var mikilvægur hlekkur í samfélaginu á gleði og sorgarstundum auk þess sem hún var mikilvægur áfangastaður fyrir gesti af meginlandinu. 

Fram kemur á fésbókarsíðu Minjasafnsins á Akureyri þar sem fjallað er um kirkjubrunann að nokkrir góðir gripir hafi glatast í eldinum, þeirra á meðal predikunarstólinn frá 1867, altaristafla frá 1879 eftir Arngrím Gíslason málara, eftirmynd af kvöldmáltíðarmynd Leonardo da Vinci; fagurlega útskorinn skírnarfontur eftir Einar Einarsson frá 1958, og tvær fagrar söngtöflur eftir hann svo fáeinir gripir séu tilteknir.

Þá sé horfið handbragð þeirra sem reistu kirkjuna og máluðu.

Nýjast