Grímseyjarkirkja brunnin til grunna

Grímseyjarkirkja. Mynd/akureyri.is
Grímseyjarkirkja. Mynd/akureyri.is
Grímseyjarkirkja brann til kaldra kola í nótt. Mikill eldur kom upp í kirkjunni laust fyrir miðnætti, og var engum verðmætum hægt að bjarga úr kirkjunni, samkvæmt mbl.is sem greindi fyrst frá eldsvoðanum.
 

Á Mbl.is segir að  ekkert sé vitað um upptök eldsins og lögreglu sé ekki kunnugt um að neinn hafi verið í kirkjunni þegar útkall barst. 

Miðgarðakirkja var byggð árið 1867 úr rekaviði. Kirkjan stóð þá nær Miðgarðabænum en var færð um lengd sína árið 1932 vegna eldhættu og um leið var byggður við hana kór og forkirkja með turni. Gagngerar endurbætur á kirkjunni fóru fram 1956 og hún var endurvígð.

Kirkjan var friðuð 1. janúar 1990 samkvæmt aldursákvæði þjóðminjalaga.

Nánari upplýsingar um kirkjuna má sjá á gardur.is og á vef Minjastofnunar

Nýjast