Þrettándabrenna - Kaffihlaðborð og bingó
Á morgun laugardag verður þrettándabrenna í krúsunum norðan við Laugaland á Þelamörk, þar má búast við púkum enda láta slíkir ekki góða brennu framhjá sér fara.
Kaffihlaðborð og bingó
Nemendur 6-7 bekkjar við Þelamerkurskóla verða með kaffisölu til eflingar ferðasjóðs þeirra en fyrir dyrum stendur að fara í skólabúðirnar á Reykjum í Hrútafirði. Umgmennafélagið Smárinn stendur svo fyrir Bingó í Þelamerkurskóla að lokinni brennu.
Sem sagt fínasta fjölskylduskemmtun i boði.
Athygli skal vakin á þvi að ekki er posi á staðnum