Fyrrverandi MA-ingar, Óðinn og Rakel María, hljóta styrki

Arnór Fannar Rúnarsson og Gunnar Sverrisson. Ásamt Rakel Maríu er á myndinni Viktor Már Guðmundsson …
Arnór Fannar Rúnarsson og Gunnar Sverrisson. Ásamt Rakel Maríu er á myndinni Viktor Már Guðmundsson sem hlaut einnig styrk og Óðinn er á mynd með frú Vigdísi Finnbogadóttur. Mynd ma.is

Tveir fyrrverandi MA-ingar hafa nýlega fengið styrki fyrir afburðaárangur þeirra í háskólanámi.  

Óðinn Andrason (stúdent 2022), BS-nemi á þriðja ári í vélaverkfræði við Háskóla Íslands, hlaut rétt fyrir jól styrk úr Minningarsjóði Þorvalds Finnbogasonar stúdents. Jón Atli Benediktsson, rektor Háskóla Íslands, afhenti styrkinn ásamt frú Vigdísi Finnbogadóttur, systur Þorvalds. Óðinn stefnir á framhaldsnám í vélaverkfræði í Bandaríkjunum. Sjá frétt HÍ.

Rakel María Óttarsdóttir Ellingsen (stúdent 2021) var önnur tveggja efnilegra stærðfræðinema sem hlaut í vikunni úthlutað styrk úr Minningarsjóði Hjalta Þórs Ísleifssonar, ungs stærðfræðings sem lést fyrir rúmu ári. Móðir hans vill að andlát hans verði öðrum hvatning í stærðfræðiheiminum. Rakel María stefnir á framhaldsnám í Oxford. Sjá frétt RUV.

Við óskum Óðni og Rakel Maríu innilega til hamingju og velfarnaðar í áframhaldandi námi.

 

Nýjast