Við áramót - verðlaunahátíð 6. janúar kl. 17
Það verður mikið um að vera í Hamri félagsheimili Þórsara i dag kl 17 en þá býður aðalstjórn félagsins ,,félagsfólki, velunnurum, starfsfólki og iðkendum að mæta í Hamar mánudaginn 6.janúar þar sem kjöri íþróttafólks Þórs 2024 verður lýst" eins og segir í tilkynningu frá stjórn.
Dagskrá þessarar árlegu hátíðar verður með hefðbundnu sniði..
Reimar Helgason framkvæmdastjóri Þórs, setur samkomuna
· Skapti Hallgrímsson stýrir hátíðinni
· Íslandsmeistarar og landsliðsfólk heiðrað
· Látinna félaga minnst, Sigfús Helgason
· Tónlistaratriði
· Íþróttafólk deilda Þórs kynnt og heiðrað
· Kjöri á íþróttafólki Þórs lýst
· Vöfflukaffi
Tilnefningar til íþróttafólks Þórs 2024
Íþróttamaður Þórs 2024
Alfreð Leó Svansson - Rafíþróttir
Brynjar Hólm Grétarsson - Handknattleikur
Igor Biernat - Hnefaleikar
Matthías Örn Friðriksson - Pílukast
Rafael Alexandre Romao Victor - Knattspyrna
Reynir Bjarkan Barðdal Róbertsson - Körfuknattleikur
Íþróttakona Þórs 2024
Árveig Lilja Bjarnadóttir - Rafíþróttir
Eva Wium Elíasdóttir - Körfuknattleikur
Lydía Gunnþórsdóttir - Handknattleikur
Sandra María Jessen - Knattspyrna
Sunna Valdimarsdóttir - Pílukast
Félagið hvetur Íslandsmeistara og landsliðsfólk til að mæta á athöfnina, sem og alla iðkendur, félagsfólk og velunnara.