Togararnir mættir á ,,torgið"

,,Torgið" voru fengsæl fiskimið nefnd og gott reyndar ef  ekki var talað um Rauða Torgið hreinlega í þvi sambandi.   Það má leika sér svolítð og segja að þrír/fimm ÚA togarar séu mættir á ..Torgið'' stórglæsilegir aðvanda  og ná að svo sannarlega  að ,,veiða" með veru sinni á ,,miðunum"

Ef gríni er sleppt þá á ég við að á Glerártorgi hefur þremur stórglæsilegum líkönum af Sólbak, Harðbak/Kaldbak og Svalbak og Sléttbak.  Eins og flestum er  kunnugt tóku fyrrum sjómenn hjá ÚA saman höndum undir forustu Sigfúsar  Ólafs Helgassonar og söfnuðu fé svo hægt væri að smíða þessi líkön og verðvetia með þvi söguna.  Það var hinn dverghagi Elvar Þór Antonsson á Dalvík sem sá um smíðina og er hvert smáatriði á réttum stað hjá honum.

Búð er að undirrita samning  við Elvar þess efnis að hann smíði eitt líkan til viðbótar og segir sagan að kjölur hafi verið lagður  nú þegar en  það verður Harðbakur  EA 3 síðutogarinn.

Harðbakur EA 3

Þegar sá sem þetta skrifar kom við á Glerártorgi í gær var hópur fólks að skoða þessi glæsilegu líkön og var m.a  i hópnum fyrrum skipstjóri á Svalbak sem sagði skemmtilegar sögur og líflegar umræður sköpuðust.

Líkönin verða á Glerártorgi fyrst um sinn og er rík ástæða til þess að hvetja fólk til þess að skoða þau, því óhætt  er að fullyrða að þessir togarar færðu bjargir í bú og lögðu sitt  í púkkið við að gera Akureyri að þeim bæ sem  hér er,  okkur bæjarbúum til heilla.

Að endingu skulum við rifa upp hluta úr frétt sem  Vikublaðið flutti s.l. vor en þar kemur fram hver á heiðurinn af  þvi að togarar  Útgerðarfélagsins eru jafnan með endinguna  bakur í nafni.

Afhverju endingin ,,bakur”?

Nöfnin á þessum togurum með endinn “bakur”  eru skemmtileg og sannarlega er auðvelt að geta sér til um nafnið á Kaldbak sem var fyrsti togari ÚA og kom árið 1947.  En afhverju  þessi ending þ.e ,,bakur”?  

Þegar stjórn ÚA ákvað var að fjölga skipunum var ákveðið að halda sig við endinguna ,,bakur”   Leitað var til til Brynjólfs Sveinssonar þáverandi menntaskólakennara á Akureyri sem snaraði hvorki meira né minna en 148 nöfnum sem báru “bakur” í endan.  Það eru því til enn þann dag í dag nóg af nöfnum fyrir núverandi forustumenn ÚA ef þeir vilja halda áfram í hefðina t.d. Brimbakur.

 Sólbakur

 Svalbakur/Sléttbakur EA

Harðbakur/Kaldbakur

 

Skipin vekja  óskipta  athygli fólks sem á leið um ,,torgið”.

Nýjast