Við viljum ná árangri og keppa við þær bestu

Þeir félagar Jón Stefán og Perry Mclachlan þjálfarar Þór/KA          Mynd thorkastelpur
Þeir félagar Jón Stefán og Perry Mclachlan þjálfarar Þór/KA Mynd thorkastelpur

Jón Stefán Jónsson er annar þjálfara  liðs Þór/KA í  Bestu deild kvenna í sumar.  Hann og Perry Mclachlan tóku við liðinu s.l haust.  Jónsi eins og flestir þekkja hann, hefur mikla reynslu sem þjálfari og hefur ná góðum árangri í starfi.  Tókst m.a að koma liði Tindastóls  i deild þerra bestu þar sem liðið lék í fyrra, eins hefur hann verið að störfum hjá Val við góðan orðstýr.

Við lögðum nokkrar spurningar  fyrir  Stefán Jón enda stutt i að lið Þór/KA hefji leik á Íslandsmóti en það er á morgun 27 april þegar stelpurnar  halda til Kópavogs og mæta mjög öflugu liði Breiðabliks.

Hvernig gekk undirbúningstímabilið i þig og hvernig leggst sumarið i þig?

Undirbúningstímabilið gekk að mínu mati nokkuð vel en auðvitað svolítið nokkuð upp og ofan. Leikirnir okkar voru að mínu mati full sveiflukenndir. Við áttum nokkra mjög góða leiki en duttum niður á lélegt plan þess á milli. Við þurfum að ná meiri stöðugleika fyrir sumarið og ef það næst þá leggst sumarið afar vel í mig. Við erum auðvitað með töluvert breytt lið og þetta tekur allt saman tíma.

Þú tekur við liðinu s.l. haust eftir kannksi  svolítið þungt keppnistimabil enginn efi i þínum huga  með við taka starfið?

Aldrei nokkurntíman þegar það bauðst. Ég er ekki feiminn við að segja það að ég hef lengi stefnt á að þjálfa á hæsta stigi og nú er bara að standa sig þar. Ég er mjög heppinn líka með að hafa Perry með mér, ég held að við vegum hvorn annan vel upp, eins gott, því við erum jú báðir aðalþjálfarar og þá er mikilvægt að vera á sömu línu.

Eru miklar breytingar á leikmannahópnum á milli ára?

Já töluverðar, ætli það séu ekki 6-7 stelpur farnar frá sama tíma í fyrra og annar eins fjöldi komið í staðinn.

Sáttur við hópinn eins og hann er í dag?

Já mjög sáttur að öllu leiti en þegar þetta er sagt  erum við ný búin að missa  Brooke Lampe aftur til Bandraríkjanna. Hún getur því miður ekki verið með okkur í sumar af persónulegum ástæðum. Við munum bæta við okkur miðverði í staðinn og vonandi tekst það sem fyrst.

Hvernig fótbolta vill Jónsi sjá liðið sitt spila?

Ég og Perry viljum spila svoltið svona rokk og ról ef svo má að orði komast. Það er að segja sækja hratt þegar við höfum boltann og ekkert mikið vera að tefja með óþarfa hliðarsendingum. Auðvitað viljum við halda í boltann og ekki sparka út í loftið en svona nokkuð beinskeittur leikstíll held ég að verði það sem einkenni liðið okkar í sumar. Það hentar okkar mannskap best.

Liðinu er spáð 6-8 sæti er það spá sem kemur þér á óvart?

Öfugt við aðra þjálfara sem þykjast ekki fylgjast með spám og umfjöllun þá viðurkenni ég fúslega að mér þykir þetta forvitnilegt og fagna því að fjallað sé um deildina okkar. Spáin kemur í sjálfu sér ekki á óvart, það er engum greiði gerður með að spá um sæti þrjú til átta í þessari deild. Hún verður jöfn þó ég telji svona fyrirfram að Valur gæti svoltið skorið sig frá hinum liðunum.

Yngir flokkar Þór og KA og 3 fl Þór/KA eru sterkir, mikið af efnilegum stelpum að koma upp?

Kvennastarfið hjá félögunum er eitthvað sem við Akureyringar getum svo sannarlega verið stollt af. Ekki nóg með að ótrúlegur fjöldi stelpna sé að æfa, örugglega miklu fleiri miðað við höfðatölu en annarsstaðar á landinu, þá eru þær líka mjög góðar. Ég get lofað ykkur því að það koma nokkrar til með að vekja athygli á næstu árum.

Í famhaldi af þessari spurningu, landsiðið tekur þátt i lokakeppni EM í sumar sem fram fer á Englandi, og stendur vel að vigi í báráttu við að trygjga sér sæti á HM í Astralíu 2023 hefur þessi árangur áhrif á áhuga krakka við að stunda  fótbolta og  hreyfingu yfirleitt?

Að sjálfsögðu, ég held að þetta sé eitt af því sem skiptir miklu máli þegar kemur að því að börn byrji í íþróttum. Þau horfa á fyrirmyndir sínar og láta sig dreyma, herma eftir þeim bestu og gera það að sínu. Íþróttir yfir höfuð er gríðarlega stórt samfélagslegt fyrirbæri, sjáið bara öll þau mót sem haldin eru á Akureyri yfir árið, N1-mót, Pollamót, Goðamót, stórt handboltamót, stórt körfuboltamót, Andrés önd, landsmót í frjálsum og svona mætti lengi telja. Það mætti segja mér að þetta hafi töluverð áhrif á bæjarlífið.

Lokaorð? 

Við erum að hefja þá vegferð sem ég held að flestir vilji sjá. Við viljum ná árangri og keppa við þá bestu um það stærsta og við viljum gera það sem mest á okkar fólki. Ég held að 19 af 23 manna leikmannahóp okkar í sumar sé uppalinn hjá Þór og KA. Geri aðrir betur! Ef fólk mætir ekki að horfa núna þá veit ég ekki hvenær það ætlar að mæta

Nýjast