Dagatalskerti 2022 frá Studio Vast

Kertin eru hin fallegustu.
Kertin eru hin fallegustu.

Studio Vast er lítil skapandi hönnunarstofa á Akureyri sem á hverju ári hannar og framleiðir jólavörur sem margir þekkja orðið víðsvegar um land.

 Þetta er fimmta árið í röð sem Vaiva grafískur hönnuður og eigandi Studio Vast kynnir dagatalskertið ,,24 dagar til jóla". Eins og áður eru kertin framleidd í takmörkuðu upplagi sem gerir þau einstök.  Það er hefð hjá mörgum að kveikja á dagatalskerti 1, desember og njóta þeirra fram að jólum.

 Dagatalskertið er með tölum frá 1 upp í 24 endar með stjörnu og ósk um gleðileg jól. Neðst á kertinu er hægt að sjá ártalið ,,2022" sem fær fólk að hugsa um og rifja upp minningar frá árinu sem er að líða. 

 ,,Með norðurstjörnunni bíðum við þess spennt að njóta hátíðarinnar saman, brenna kertið niður með ró og sendum kærleika til heimsins"- sagði  Vaiva við kynningu á kertinu.

Kertinu er pakkað í brúnan pappír með fallegri skrautskrift sem gerir það að fallegri skreytingu fyrir heimilið í desember.

 Vaiva flutti til Íslands frá Litháen fyrir 19 árum síðar og heillaðist mjög af íslenskum hefðum í kringum hátíðarnar. Hún vildi skapa eitthvað einstakt og persónulegt fyrir sig og sína fjölskyldu sem svo varð að skemmtilegri hefð fyrir aðra líka.

Ásamt dagatalskerti Studio Vast er einnig hægt að kaupa merkimiða, gjafapappír og jólakort heima í stofu í gegnum netverslun www.vast.is eða koma á vinnustofuna eftir samkomulagi.

 Studio Vast sérhæfir sig í tilefnisþjónustu við hönnun fyrir skírn, fermingar og brúðkaup og er nú staðsett á Skrifstofu hótelinu að Strandgötu 31, Akureyri. Hægt er að heyra í Vaivu og fá frekari upplýsingar vegna sérmerkinga kerta, gestabóka, skrautritun og almenna grafíska hönnun fyrir minni og stærri hönnunarverkefni með tölvupósti vast@vast.is.

 

 

Nýjast