Vímuefnaneytendur eiga erfitt með að fá íbúðir á almennum markaði

Ákvörðun hefur verð tekin um að byggja tvö ný smáhýsi í Sandgerðisbót á næsta ári og koma þau til vi…
Ákvörðun hefur verð tekin um að byggja tvö ný smáhýsi í Sandgerðisbót á næsta ári og koma þau til viðbótar tveimur sem fyrir eru. Mynd MÞÞ

„Neysla vímuefna er orðin harðari á Akureyri sem gerir það að verkum að fleiri eiga í erfiðleikum með að fá íbúðir í almennum fjölbýlishúsum og er það hópurinn sem kallar á helstu áskoranirnar og er í mestri hættu á að verða heimilislaus,“ segir Hulda Elma Eysteinsdóttir formaður Velferðarráðs. Kynning var á stöðu heimilislausra á Akureyri í október 2022 á síðasta fundi ráðsins.

 Elma telur stöðuna svipaða og verið hefur hin síðari ár hvað heimilisleysi íbúa í bænum varðar. „Þetta eru sem betur fer ekki margir einstaklingar. Það er líka mjög breytilegt á milli mánaða hversu margir einstaklingar þetta eru.“

Elma segir að Akureyrarbær hafi undanfarin ár unnið eftir stefnu sem kallast Húsnæði fyrst og felst líkt og nafnið gefur til kynna að reynt er að útvega fólki húsnæði og aðstoð og ekki gert að skilyrði að það sé án vímuefna þegar það flytur inn.

 Bæta við tveimur smáhýsum á næsta ári

 ,,Við höfum í raun engin úrræði fyrir heimilislaust fólk sem það getur farið inn í samdægurs en við reynum að leysa málin með bráðabirgðar lausnum,“ segir Elma. Fram hafa komið hugmyndir um hvort þörf væri fyrir gistiskýli á Akureyri, en hún telur svo ekki vera á þessum tímapunkti.

„Á meðan við getum útvegað bráðabirgðar úrræði er það mun betri kostur að mínu mati,“ segir hún.  

Ákvörðun hefur verð tekin um að byggja tvö ný smáhýsi í Sandgerðisbót á næsta ári og koma þau til viðbótar tveimur sem fyrir eru. „Það  mjög gleðilegt og mun leysa þörf sem er til staðar.“

Nýjast