Á Götuhorninu

Humm þarna er nú pláss fyrir  stjörnur á staura   Mynd  Vikublaðið
Humm þarna er nú pláss fyrir stjörnur á staura Mynd Vikublaðið

Jólaskreytingar í bænum voru til umræðu á götuhorninu í hádeginu.  Málshefjandi sagðist  búa uppi á Æðri Brekku og  honum þætti bærinn óvenju fallega  og vel skreyttur og þeir bæjarstarfsmenn sem kæmu að því að skreyta bæinn ættu mikið hrós skilið fyrir nati sem þeir legðu i verkið.

Fólk tók undir með honum í sambandi við að vel fallega væri skreytt en  maður sem býr úti i Þorpi sagði að fólk þar þætti mjög undarlegt hve litið væri um skreytingar  að hálfu bæjarins  þar.   ,,Stjörnur á nokkrum ljósastaurum en ekki eitt tré skreytt, þó nóg væri nú af þeim sem betur fer“.     Kona í Síðuhverfi tók hressilega undir og sagði sína skoðun umbúðarlaust. ,, Hver skyldu vera rök bæjarins fyrir því að fallegu jólastjörnurnar á ljósastaurum, ná ekki út fyrir Bónus Langholt?  Bærinn er stjörnum prýddur inn að Leirunesti og upp allt Þingvallastræti.“  ,, Já þetta er merkilegt“  sagði maður sem býr  í Skarðshlíð. Hann hélt áfram,   ,,viljum við ekki hafa jafn fallega innkomu í bæinn okkar að norðan ?“ ,,Mér sýnist að jólaskreytingar á vegum bæjarins utan Glerá vera um 12-13 stjörnur á staurum, og ekki ein sería skreytir tré í þorpinu“ bætti hann við að lokum.  ,, Ég sendi póst á bæinn fyrir jólin 2020 og 2021 svo aftur fyrir tæpum tveim vikum en ekkert svar fæ ég“ sagði önnur kona og var ekki sátt.

Niðurstaðan var sú að þar sem skreytt væri hefði vel tekist til en það vantaði fleirir stjörnur og seríur í Þorpið og eins mætti ekki gleyma þeim niður á Eyri.

Nýjast