Samningaviðræður hafnar milli PCC og Framsýnar/Þingiðnar

Frá upphafi viðræðna í dag.
Frá upphafi viðræðna í dag.

Viðræður eru hafnar milli stéttarfélaganna Framsýnar og Þingiðnar annars vegar og Samtaka atvinnulífsins hins vegar vegna PCC á Bakka um endurnýjun á sérkjarasamningi aðila sem rann út í lok nóvember. Fyrsti samningafundurinn var haldinn í morgun og verður viðræðum aðila fram haldið á næstu dögum. Fullur vilji er til þess að klára viðræðurnar fyrir áramótin.
Um 150 manns starfa hjá PCC á Bakka. Á meðfylgjandi mynd, sem tekin var rétt í þessu, í fundarsal stéttarfélaganna má sjá samninganefndir starfsmanna og PCC. Fundurinn fór vel fram enda fullur vilji til þess að ganga frá ásættanlegum kjarasamningi milli aðila sem fyrst.

Frá þessu segir á heimasíðu Framsýnar 

Nýjast