Hjálpum þeim!

Hér með er skorað á þá sem geta að leggja lið     Mynd Vikublaðið
Hér með er skorað á þá sem geta að leggja lið Mynd Vikublaðið

Sigrún Steinarsdóttir sem er ein þeirra sem sem standur að Matargjöfum á Akureyri og nángrenni skrifar á Facedbooksíðu þeirra í morgun um stöðuna hjá þeim.

,,Það hafa aldrei jafnmargir skráð sig á jólalistann eins og nú. Það eru komnir um 200manns á listann og það er 9. des.  Að sama skapi eru fáir sem hafa sett sig í samband og vilja aðstoða. Ég veit að þið munið aðstoða alla sem um það biðja eins og þið hafið gert síðustu átta jól.  Eins er ég að fá nokkrar beiðnir frá einstæðingum sem verða einir um jólin. Þess vegna datt mér í hug hvort eh væri til í að rétta fram hjálparhönd ef einstaklingarnir eru ekki mótfallnir því að bjóða þá velkomna á heimili í mat um jólin. Mig verkjar í hjartað að vita til þess að fólk sé eitt um jólin. Þetta er bara hugmynd sem ég hef ekki rætt við þessa einstaklinga. En ef þeir eru til í þetta þá má hafa samband við mig og ég ath hvort það sé heimili sem bjóði þá velkomna  Ég veit í hjarta mínu að við í sameiningu getum þetta“ 

Sigrún bætir við og skrifar ,, Kæru stuðningsmenn Matargjafa. Við erum 2.500 félagar, ef allir leggja inn smáræði myndi það muna miklu. 1.500 á haus eru 3,7milljónir. Styrkið þetta frábæra starf og leggið inn eftir getu 1187-05-250899  Kt. 670117-0300“.

Það er greinlega víða hart i heimi og í þvi sambandi vert að hafa i huga að 540 manns óskuðu eftir aðstoð frá Velferðarsjóði Eyjafjarðar eins og fram kom i viðtali Vikublaðsins við Sigríði Magneu Jóhannsdóttur formann Mæðrastyrksnefndar á Akureyri og Velferðarsjóðs Eyjafjarðarsvæðisins í blaði vikunnar og lesa má hér 

 

 

 

 

Nýjast