Hafnasjóður Dalvíkurbyggðar og Hafnasamlag Norðurlands - Hagkvæmni sameiningar til skoðunar

Bryggjan á Hauganesi. Talsverð umferð hvalaskoðunarbáta er um þá höfn.   Mynd MÞÞ
Bryggjan á Hauganesi. Talsverð umferð hvalaskoðunarbáta er um þá höfn. Mynd MÞÞ

Sveitarstjórn Dalvíkurbyggðar hefur óskað eftir viðræðum við stjórn Hafnasamlags Norðurlands um inngöngu Hafnasjóðs Dalvíkurbyggðar í samlagið. Bæjarráð Akureyri hefur fjallað um málið og tekur jákvætt í erindi. Leggur bæjarráð til að stjórn Hafnasamlags Norðurlands láti meta hagkvæmni sameiningar þessarar tveggja samlaga.

Hafnasamlag Norðurlands hefur á sinni hafnir á Akureyri sem eru nokkrar, einnig á Hjalteyri, Svalbarðseyri og Grenivík. Hafnasjóður Dalvíkurbyggðar er með hafnir á Dalvík innan sinna vébanda, en þar landa t.d. Samherjatogarar afla til vinnslu í fiskvinnslu sinni þar, Grímseyjaferjan Sæfari hefur bækistöð á Dalvík. Hafnasjóður hefur einnig starfsemi hafna á Árskógsandi og Hauganesi á sinni könnu, en Hríseyjarferjan Sævar nýtir þá fyrrnefndu og á Hauganesi er mikil umferð hvalaskoðunarbáta

Nýjast