112 dagurinn er í dag

Kort af akstursleiðinni
Kort af akstursleiðinni

Neyðarlínan heldur merkjum 112 á lofti þann 11. febrúar ár hvert, af því dagsetningin 11.2. minnir okkur á neyðarnúmer allra landsmanna, 112. Það er mikilvægt að minna á þetta númer - af því þetta er eina númerið sem landsmenn þurfa að þekkja í neyð. Þema 112 dagsins að þessu sinni er „Börn og öryggi“ og er ætlunin með því að vekja fólk til vitundar um að hafa öryggi barna framar öllu.

Á Akureyri munu viðbragðsaðilar efna til hópaksturs á nokkrum af þeim ökutækjum sem þeir hafa yfir að ráða. Bílalestin leggur af stað frá slökkvistöðinni við Árstíg kl. 17:30 á dag, þriðjudaginn 11.2. Ekinn verður stór hringur í gegn um allan bæinn og verða forgangsljósin kveikt á öllum bílunum. Þetta verður því mikil ljósasýning.
Munið samt að það er aðeins verið að vekja athygli á 112 deginum og engin neyð í gangi.
Vegfarendur eru beðnir að sýna bílalestinni tillitssemi og þolinmæði þannig að hún þurfi ekki að slitna í sundur. Kort af akstursleiðinni er meðfylgjandi.
Sunnudaginn 16.02.2025 milli kl. 14:00 og 16:00 verða viðbragðsaðilar svo með nokkur af sínum tækjum til sýnis á Glerártorgi. Þar verður einnig boðið upp á spjall og myndasýningu.
 

 

 

Nýjast