Dagskráin 12. febrúar - 19. febrúar Tbl 6
Akureyrarbær og Rauði krossinn - Samningur um söfnun á textíl
![Rauði krossinn hefur um árabil verið safnað textíl og verið með endursölu í húsakynnum sínum við Við…](/static/news/lg/rkross-textill.jpg)
Skrifað hefur verið undir samning milli Akureyrarbæjar og Rauða Krossins við Eyjafjörð um söfnun textíls í bæjarlandinu. Nú er skylt lögum samkvæmt að halda úti sérstakri söfnun á textíl.
Rauði krossinn við Eyjafjörð safnar textíl í grenndargáma við húsnæði sitt við Viðjulund 2, en setji Akureyrarbær upp gáma fyrir textíl á sínu gámasvæði eða annars staðar mun bærinn flytja hann að Viðjulundi þar sem flokkun fer fram. Leitast verður við að hámarka það magn sem fer í endurnýtingu.
Rauði krossinn við Eyjafjörð hefur um árabil tekið á móti textíl í söfnunargáma við Viðjulund til flokkunar og endursölu og hefur það fyrirkomulag gengið vel segir í minnisblaði sem lagt var fram á fundi umhverfis- og mannvirkjaráðs.