Í bláum skugga á 112 deginum

Í upphafi aksturs varð auðvitað að taka yfirlitsmynd.      Myndir Hilmar Friðjónsson
Í upphafi aksturs varð auðvitað að taka yfirlitsmynd. Myndir Hilmar Friðjónsson

112 dagurinn er haldinn 11 febrúar ár hvert og má segja að það hafi ekki farið framhjá bæjarbúum i gær.

Viðbragðsaðilar keyrðu um Akureyri og fóru víða, með forgangsljós kveikt. Óhætt er að fullyrða að framtakið gerði lukku og mátt sjá fólk koma sér fyrir og njóta þess sem fyrir augun bar.

Á sunnudaginn kemur verða svo allir viðbragðsaðilar með heilmikla dagskrá á Glerártorgi milli klukkan 14 og 16 undir yfirskriftinni Börn og öryggi.

Hilmar Friðjónsson fylgdist með akstrinum i gær og hann býður okkur til þessarar myndaveislu sem hér fylgir.

 

 

 

Nýjast