20. nóvember - 27. nóvember - Tbl 47
Tillaga til þingsályktunar um aðgerðaáætlun til að efla Sjúkrahúsið á Akureyri
Tillaga til þingsályktunar um aðgerðaáætlun til að efla Sjúkrahúsið á Akureyri lögðð fram á Alþinig i gær
Ingibjörg Isaksen (B) er fyrsti flutningsmaður tillögu til þingsályktunar sem hún lagið fram í gær ásamt níu meðflutningsmönnum um aðgerðaáætlun til að efla Sjúkrahúsið á Akureyri.
Þar kom fram að skipa þurfi starfshóp sem hafi það hlutverk að móta stefnu og aðgerðaáætlun til að efla Sjúkrahúsið á Akureyri með tilliti til vísinda og mennta. Samhliða því markmiði verði stuðlað að bættri heilbrigðisþjónustu á upptökusvæði sjúkrahússins ásamt því að laða að sérhæft heilbrigðisstarfsfólk.
„Þetta eru stór og metnaðarfull markmið en gríðarlega mikilvæg. Styrking heilbrigðisþjónustu á SAk er styrkur fyrir heilbrigðisþjónustu í landinu öllu. Er borðleggjandi að mínu mati!,“ sagði Hildigunnur Svavarsdóttir forstjóri SAk.
Frá þessu segir á heimasíðu SAk í morgun