Ráðhúsið á Akureyri Flóttastigi settur upp á norðurhlið
Áætlað er að byggja flóttastiga á norðurhlið Ráðhússins á Akureyri en engar flóttaleiðir eru til staðar í norðurhluta hússins, frá annarri og upp á fjórðu hæð.
Tvö tilboð bárust í gerð flóttastigans, annað frávikstilboð án uppsetningar. Hagstæðasta tilboðið kom frá Vélsmiðju Steindórs upp ár tæpar 19,3 milljónir króna. Tilboðið felur í sér stigann og uppsetningu hans. Stiginn verður einfaldur hringstigi, byggður úr stál og er heildarhæð um 11 metrar.
Utan tilboðsins er nýjar hurðar og gluggar í flóttaleiðirnar ásamt ísetningu þeirra, lóðafrágangur, jafnframt þarf að gera ráðstafanir varðandi glugga á jarðhæð sem þurfa að lokast sjálfkrafa við brunaboð. Heildarkostnaður framkvæmdarinnar er áætlaður um 35 milljónir króna sem er í samræmi við kostnaðaráætlun sem kynnt var á liðnu hausti.