Fréttir

Hlíðarfjall - Töfrateppið í nýjan búning

Starfsmenn skíðasvæðisins í Hlíðarfjalli hafa lokið við að setja saman 63ja metra yfirbyggingu úr gegnsæjum einingum á hið svokallaða Töfrateppi. Yfirbyggingin myndar eins konar göng utan um færibandið og skýlir þeim sem það nota fyrir veðri og vindum.

Lesa meira

Skógræktarfélag Eyfirðinga - Trjágróðri á eldri svæðum verði þyrmt sem kostur er

Skógræktarfélag Eyfirðinga hefur beint þeirri áskorun til bæjaryfirvalda á Akureyri að betur verði hugað að gróðursetningu trjágróðurs í nýjum og nýlegum hverfum bæjarins, svo sem samsíða akbrautum eða grænum svæðum. Ályktun þessa efnis var samþykkt á stjórnarfundi SE nýverið.

Lesa meira

Tónleikar úr gullkistu Freyvangsleikhúsins að kvöldi fyrsta vetrardags

 ,,Ég lofa góðri skemmtun sem engan svikur” sagði Steingrímur Magnússon einn af þeim sem að tónleikunum standa. ,,Þarna verða lög sem allir þekkja og fólki er guð velkomið að syngja með."  Steingrímur bætti við ,,það verður held ég enginn fyrir vonbrigðum sem ekur fram í Freyvang n.k. laugardagskvöld. ” 

Lesa meira

Skotveiði bönnuð á skíðasvæðinu í Hlíðarfjalli

Athygli er vakin á því að öll skotveiði er óheimil á skíðasvæðinu í Hlíðarfjalli. Svæðið er útivistarparadís Akureyringa og gesta bæjarins allan ársins hring. Þarna eru vinsælar gönguleiðir um holt og hæðir þar sem fjölskyldufólk er gjarnan á ferðinni jafnvel þótt skíðalyfturnar hafi ekki verið ræstar. Því er meðferð skotvopna á svæðinu alls ekki við hæfi. Skotveiðimenn eru vinsamlegast beðnir að virða þetta. Afmörkun svæðisins má sjá á meðfylgjandi mynd.

Lesa meira

Hugmyndasamkeppni um nýja stúdentagarða á svæði Háskólans á Akureyri

Jóhannes Baldur segir að FÉSTA hafi síðast byggt stúdentagarða árið 2008, þannig að vissulega sé langur tími liðinn. „Stefna okkar með þessum byggingu er að aðlaga framboð okkar enn frekar að þeirri eftirspurn sem verið hefur síðastliðin ár,“ segir hann, en nú í fyrsta sinni sögu FÉSTA verða byggðar stúdíóíbúðir.

 

Lesa meira

Geimstofan á Akureyri tuttugu ára. „Mörg skemmtileg verkefni í farvatninu

Geimstofan Hönnunarhús á Akureyri var sett á laggirnar 14. október 2003 og fagnar því 20 ára starfsafmæli um þessar mundir. Geimstofan er alhliða auglýsingastofa/skiltagerð, sem veitir viðskiptavinum sínum um land allt heildstæðar lausnir á sviði markaðssetningar.  

Starfsmenn Geimstofunnar eru sjö og segir Arnar Sigurðsson framkvæmdastjóri að verkefnastaðan sé góð á þessum tímamótum.

Lesa meira

,,Við erum hér til að hafa hátt" Ávarp flutt á baráttufundi á verkfallsdegi

Verið öll hjartanlega velkomin.

Við erum hér til að hafa hátt. Við minnumst þess í dag að 24.október 1975, lögðu um 90% íslenskra kvenna niður störf þeim tilgangi að sýna fram á mikilvægi kvenna og krefjast réttinda og launa til jafns á við karla. Það voru verkakonur, verslunarkonur, húsmæður, konur úr öllum stéttum og flokkum, alls staðar af á landinu.

Lesa meira

Og afhverju erum við hér? Ávarp flutt á baráttufundi á verkfallsdegi

Það eru blendnar tilfinningar sem vakna á þessum degi, 24. október, kvennaverkfallsdegi. Það er gleði yfir því hvað við erum margar að taka þátt, en líka reiði og sorg yfir því að við þurfum að gera það. Það eru 48 ár frá kvennafrídeginum fræga 1975 og þó margt hafi breyst til batnaðar þá erum við stödd hér.

Og af hverju erum við hér? Búum við ekki við mesta jafnrétti kynja í gjörvallri veröld? Hér mega konur kjósa, mennta sig, eiga bankareikninga og meira að segja keyra bíl! Það er sko ekki þannig allstaðar! Er þetta ekki bara vanþakklæti, já og frekja? Getum við ekki bara róað okkur??

Lesa meira

Mjög góð þátttaka í kvennaverkfalli á Húsavík og Akureyri

Konur og kvár á Akureyri  og á Húsavik létu sig ekki vanta á baráttufundi sem haldnir voru  í dag og má með sanni segja að góður andi hafi verið ríkjandi, samstaðan algjör.  

Lesa meira

Eyjafjarðarsveit veitir styrki vegna uppsetningar á varmadælum

„Vonandi geta einhverjir nýtt sér þessa styrki og þessa lausn sem notuð hefur verið annars staðar og gefið góða raun,“ segir Finnur Yngvi Kristinsson sveitarstjóri í Eyjafjarðarsveit. Sveitarfélagið hefur boðið upp á fjárstyrk til eigenda fasteigna í Eyjafjarðarsveit sem vilja setja upp varmadælur sem draga úr notkun raforku til upphitunar á íbúðarhúsnæði. Miðað er við fasteignir þar sem er föst búseta og dreifikerfi hitaveitu nær ekki til.

Lesa meira