Það eru blendnar tilfinningar sem vakna á þessum degi, 24. október, kvennaverkfallsdegi. Það er gleði yfir því hvað við erum margar að taka þátt, en líka reiði og sorg yfir því að við þurfum að gera það. Það eru 48 ár frá kvennafrídeginum fræga 1975 og þó margt hafi breyst til batnaðar þá erum við stödd hér.
Og af hverju erum við hér? Búum við ekki við mesta jafnrétti kynja í gjörvallri veröld? Hér mega konur kjósa, mennta sig, eiga bankareikninga og meira að segja keyra bíl! Það er sko ekki þannig allstaðar! Er þetta ekki bara vanþakklæti, já og frekja? Getum við ekki bara róað okkur??