20. nóvember - 27. nóvember - Tbl 47
Nýr formaður ÍBA Jóna tekur við af Geir
Jóna Jónsdóttir er nýr formaður Íþróttabandalags Akureyrar. Hún tók við embættinu af Geir Kristni Aðalsteinssyni sem verið hafði formaður í 10 ár. Ársþing ÍBA var haldið á dögunum.
Geir Kristinn var heiðraður á þinginu fyrir störf sín í þágu íþrótta í landinu, bæði af fulltrúum ÍSÍ og UMFÍ. Hlut hann gullmerki beggja samtaka. Þá hlaut hann einnig gullmerki frá ÍBA fyrir hans óeigingjarna framlag til bandalagsins og í garð íþrótta á Akureyri síðustu ár.
Ómar Kristinsson gekk einnig úr stjórn eftir margra ára setu. Auk Jónu sitja nú í stjórn, Birna Baldursdóttir varaformaður, Jón Steindór Árnason gjaldkeri, Sigrún Árnadóttir ritar og Alfreð Birgisson sem kom nýr inn í stjórn.
Í æðstu stjórn ÍBA eru því nú þrjár konur, m.a.formaður, varaformaður og framkvæmdastjóri bandalagsins einnig.