,,Þetta snýst þá bara um að fara rútuferð á fimmtudaginn”

Þórsarar létu sig ekki vanta á stórleikinn í kvöld.  Myndir  Þórir Tryggvason
Þórsarar létu sig ekki vanta á stórleikinn í kvöld. Myndir Þórir Tryggvason

Það var sannkölluð háspenna sem boðið var upp á í leik Þórs  og Fjölnis í Íþróttahöllinni í kvöld.  Tækist Þór að sigra væri sæti í Olis deild karla  næsta keppnistímabil í höfn, færi Fjölnir með sigur þyrfti oddaleik n.k fimmtudag í Reykjavík.

Nokkuð skýrar línur sem sagt og heimamenn byrjuðu mun betur náðu góðri forustu 9 -2 mest.  Á þessum kafla var það Kristján Páll markvörður  Þórsara sem gjörsamlega lokaði markinu, hann varði ótrúlega og sóknarleikur  Þórsara gekk á sama tima eins og vel smurð vél.

Áhyggjuefni var þó að á þessum umrædda kafla að Fjölnismenn voru að komast í afbragðsgóð færi aftur og aftur, Kristján sá við þeim en það er ekki hægt að halda slikum dampi heilan leik.  Drengurinn lauk þó leiknumm með 40% markvörslu sem er  gjörsamlega frábært.  Hann hefur að minu mati dregið vagninn fyrir  Þór í þessum leikjum. 

Fjölnismenn söxuðu á forskot heimamanna og í hálfleik var forustan aðeins eitt mark  11-10.   Vörn og markvarsla  Fjölnismanna varð betri og betri og eftir  7 min. leik í seinni hálfleik náðu þeir forustu sem þeir  héldu út leikinn og hrósuðu sigri fyrir rest 26 – 22.

Lengst af var munurinn aðeins þetta 1- 2 mörk og sá sem þetta skrifar bjóst alltaf við að Þórsarar kæmu með áhlaupið sem þurfti en það kom ekki í kvöld.

Það er þvi hreinn úrslitaleikur um sætið meðal þeirra bestu n.k fimmtudagskvöld í Íþróttahúsinu í Grafavogi heimavelli Fjölnismanna.

Áður hef ég skrifa um framistöðu Kristjáns Páls í markinu, hann var að minu mati langbesti maður  Þórs í kvöld.   Brynjar Hólm, var góður eins og vant er, hann skoraði fimm mörk, eins gerði Arnór  Þorsteinsson en Aron Hólm Kristjánsson skoraði sex mörk og var markahæstur heimamanna.  

Tap niðurstaðan en ekki stoðar að dvelja lengið þar, það er einn leikur eftir, leikur sem allir íþróttamenn vilja fá að taka þátt í úrslitaleikur. allt eða ekkert! 

Ef ég má dæma út frá leikjum fjórum sem liðin hafa leikið í þessari rimmu er Þórsliðið sterkara og ef ég stundaði veðmál setti ég mitt á þá.

Þáttur áhorfenda

Ekki verður um þennan leik fjallað án þess að geta um stórkostlega áhorfendur sem svo sannarlega létu sig ekki vanta í kvöld og studdu heimamenn frábærlega vel. 

Fyrirsögnin  hér að ofan er einmitt bein tilvitnum í orð eins af þessum mögnuðu stuðningsmönnum en hann heyrðist tauta ,,Þetta snýst þá bara um að fara rútuferð á fimmtudaginn”

 

Það var ekkert gefið eftir á fjölum Íþróttahallarinnar i leik Þórs og Fjölnis i kvöld

Nýjast