Fréttir

Viðurkenningar veittar á Uppskeruhátíð ferðaþjónustunnar á Norðurlandi Geo Travel í Mývatnssveit er fyrirtæki ársins, Skógarböðin – Forest Lagoon Sproti ársins

Uppskeruhátíð ferðaþjónustunnar á Norðurlandi var haldin í Austur-Húnavatnssýslum í fyrradag. Farið var í heimsóknir til fyrirtækja á svæðinu, í Vatnsdal, á Skagaströnd og á Blönduósi. Auk þess voru áhugaverðir staðir skoðaðir, til dæmis nýr útsýnisstaður í Vatnsdalshólum og Þrístapar þar sem Magnús Ólafsson frá  Sveinsstöðum sagði eftirminnilega frá síðustu aftökunni á Íslandi. 

Lesa meira

Fjölmenn sendinefnd frá HA á Arctic Circle

Þing Hringborðs Norðurslóða, Arctic Circle Assembly, var haldið í Hörpu dagana 19. til 21. október síðastliðinn með virkri þátttöku Háskólans á Akureyri eins og undanfarin ár. Um er að ræða stærsta alþjóðlega umræðuvettvang heims um Norðurslóðamál með þátttöku 2000 gesta frá um 60 löndum. Á þinginu voru um 200 málstofur með um 700 framsögur.

Lesa meira

Sveitarstjórn Eyjafjarðarsveitar skorar á stjórnvöld að grípa til aðgerða vegna erfiðleika sem bændur standa frammi fyrir

  „Staðan er mjög slæm  og ég er langt í frá að mála skrattann á vegginn þegar ég segir að hún er grafalvarleg. Bændur eru ekki kvartsárir og hafa um árin borið sig vel, haft bjartsýni að vopni í þeirri von að upp rynni betri tíð. Það virðist hins vegar löng og erfið brekka framundan og ekki gott að sjá hver þróunin verður. Það er ljóst að margir eru við það að gefast upp og ég heyri að hér um slóðir séu menn farnir að hugleiða að hætta búskap,“ segir Hermann Ingi Gunnarsson oddviti Eyjafjarðarsveitar og bóndi í Klauf.

Lesa meira

Horft til framtíðar í frysti- og þíðingartækni

Á Sjávarútvegsráðstefnunni í Hörpu 2. nóvember nk. kynnir Kælismiðjan Frost byltingarkennd skref í kæliiðnaði sem fyrirtækið hefur verið að vinna að síðustu ár. Á ráðstefnunni verður Guðmundur H. Hannesson, framkvæmdastjóri Frosts, umsjónarmaður málstofu um þróun í kælitækni þar sem verður farið yfir þróun og stöðu frysti- og kæliiðnaðarins og skyggnst inn í framtíðina í kælingu og frystingu matvæla. Meðal fyrirlesara verða Sigurður J. Bergsson tæknistjóri Frosts sem fjallar um segul- og hljóðbylgjufrystingu, Kristján A. Grétarsson verkefnisstjóri Frosts ræðir um frystingu með stýrðu hita- og rakastigi og Sæmundur Elíasson, verkefnastjóri hjá Matís og lektor við auðlindadeild Háskólans á Akureyri, ræðir um framþróun í frysti- og þíðingartækni

Lesa meira

Bangsaspítalinn kemur norður á ný

Lýðheilsufélag læknanema verður á ferðinni með hinn sívinsæla Bangsaspítala á Akureyri næsta laugardag, 28. október. Viðtökur í fyrra þegar Bangsaspítalinn kom fyrst norður voru frábærar og því ákveðið að bjóða upp á þjónustuna á ný.

 

Lesa meira

Þingeyjarsveit Heilsueflandi samfélag

Þingeyjarsveit er nú formlegur aðili að Heilsueflandi samfélagi. Alma D. Möller landlæknir og Ragnheiður Jóna Ingimarsdóttir sveitarstjóri undirrituðu samning þess efnis í Stórutjarnaskóla.  

Við undirritunina sungu leikskólabörn á leikskólanum Tjarnarskjóli tvö lög og  Alma D. Möller og Gígja Gunnarsdóttir verkefnastjóri Heilsueflandi samfélags héldu erindi ásamt Sigurbirni Árna Arngrímssyni sem fjallaði um lýðheilsu. 

Meginmarkmið Heilsueflandi samfélags er að styðja samfélög í að vinna með markvissum hætti að því að skapa umhverfi og aðstæður sem stuðla að heilbrigðum lifnaðarháttum, heilsu og vellíðan allra íbúa. Í slíku samfélagi er heilsa og líðan íbúa í fyrirrúmi í stefnumótun og aðgerðum á öllum sviðum. Með innleiðingu Heilsueflandi samfélags vinna sveitarfélög einnig að innleiðingu heimsmarkmiða Sameinuðu þjóðanna.

Með undirskrift samnings um Heilsueflandi samfélag einsetur Þingeyjarsveit sér að vinna markvisst lýðheilsustarf, í samræmi við markmið og leiðarljós Heilsueflandi samfélags með stuðningi frá Embætti landlæknis og öðrum sem að starfinu koma. 

Lesa meira

En óljóst hvar áramótabrenna Akureyringa verður

Á fundi umhverfis og mannvirkjanefndar þann 22  okt. s.l.  var m.a rætt um heppilega staðsetningu  fyrir áramótabrennu en eins og við sögðum frá á dögunum  er ekki heimilt að vera með brennu við Réttarhvamm  því samkvæmt reglugerð um meðferð elds og varnir gegn gróðureldum mun Slökkvilið Akureyrar ekki gefa leyfi fyrir áramótabrennu í Réttarhvammi þar sem brenna hefur verið undanfarin ár vegna nálægðar við matvælaframleiðslu MS og viðkvæms rekstrar fyrirtækjanna atNorth og N1.

Í reglugerðinni er skýrt að ekki megi brenna bálköst nær en 400 metrum og ljóst að fyrirtækin eru staðsett nær en svo.

Lesa meira

Alþjóðlegur dagur iðjuþjálfunar er í dag

Við Sjúkrahúsið á Akureyri eru starfandi um 14 iðjuþjálfar – og einn fjórfættur. Þeir sinna skjólstæðingum í endurhæfingu á Kristnesi, á bráðadeildum SAk og á geðdeildinni. 

„Iðjuþjálfun er vaxandi faggrein um allan heim og viðfangsefni iðjuþjálfa eru afar fjölbreytileg. Leiðarljósið er að standa vörð um og efla iðju, þátttöku, heilsu og velferð einstaklinga, hópa og samfélaga. Iðjuþjálfar starfa með fólki á öllum aldri sem af einhverjum ástæðum glímir við iðjuvanda sem hamlar þeim í hversdeginum og hindrar þátttöku. Iðjuþjálfar eru ein af lykilstéttunum innan forvarna, vinnuverndar og endurhæfingar. Þjónusta þeirra og vinnuaðferðir byggja á gagnreyndri þekkingu og viðurkenndu verklagi. Starfsvettvangurinn er breiður og má nefna heilbrigðis- og félagsþjónustu, skóla, félagasamtök, sjálfseignarstofnanir, stjórnsýslu og fyrirtæki á almennum markaði,“ segir á vefsíðu iðjuþjálafélags Íslands sem í dag fagnar alþjóðlegum degi iðjuþjálfunar með málþingi.

Lesa meira

Hagsmunum sveitarfélagsins betur borgið með samvinnu en átökum

Oddvitar E og K lista í sveitarstjórn Þingeyjarsveitar lögðu á sveitarstjórnarfundi fyrr í dag fram sameiginlega stefnuyfirlýsingu um framkvæmd verkefna í samræmi við stefnu listanna sem kynnt var kjósendum í aðdaganda sveitarstjórnarkosninga.

Lesa meira

„Eyjafjörður er alltaf gott myndefni“

Togarinn Björg EA 7 hélt til veiða síðdegis í gær eftir að hafa landað góðum afla á Akureyri.  Guðmundur Freyr Guðmundsson hefur verið skipstjóri á Björgu frá því skipið kom nýtt til landsins fyrir sex árum síðan. Hann er oftar en ekki með myndavél í brúnni og grípur til hennar þegar honum þykir ástæða til. Eyjafjörður skartaði sínu fegursta í haustblíðunni í gær,   Guðmundur Freyr stóðst ekki mátið og náði í myndavélina góðu.

Lesa meira