Annir hjá starfsmönnum Hafnasamlagsins
Snemma í gærmorgun mættu fjórir af okkar mönnum til Húsavíkur á dráttarbátnum Seif, eftir að hafa siglt frá Akureyri. Tveir menn til viðbótar keyrðu svo austur og voru tilbúnir í verkefni dagsins.
Á dagskránni var að koma Treville, hollenska flutningaskipinu sem varð vélarvana fyrir tveimur vikum, til Akureyrar. Strákarnir notuðu Seif og Sleipni, dráttarbátana okkar til að koma Treville úr höfninni á Húsavíkur.
Fjórir af okkar mönnum sigldu svo áfram á Seif til Akureyrar með Treville í togi. Upp úr kl. 21 í gærkvöldi komu þeir svo að Krossanesi með Treville.
Það getur verið snúið að vera með stórt flutningaskip í togi svona langa leið en ferðin gekk vel fyrir sig.
Nú bíður skipið þess að fara í vélaviðgerð hér á Akureyri.
Frá þessu segir á Fb síðu Hafnasamlagsins.