Þingeyjarsveit - Afsláttur af gatnagerðagjöldum
Íbúum sveitarfélagsins hefur fjölgað jafnt og þétt síðustu ár og samhliða því orðið sífellt meiri eftirspurn eftir húsnæði. Vegna þessarar miklu eftirspurnar samþykkir sveitarstjórn Þingeyjarsveitar tímabundna heimild til niðurfellingar gatnagerðagjalda. Tíðindin eru hin gleðilegustu og liðka vonandi til fyrir þeim sem vilja byggja.
Sveitarstjórn samþykkir að eftirfarandi ákvæði gildi um úthlutun íbúðarhúsalóða í Þingeyjarsveit.
- Lóðirnar sem um ræðir verða skilgreindar á lista sem sveitarstjórn samþykkir.
- Umsóknir um lóðir skulu berast eigi síðar en 31. desember 2024 en umsóknir sem berast á umsóknarfresti verða afgreiddar af skipulagsnefnd og staðfestar af sveitarstjórn.
- Sæki fleiri en einn um sömu lóð gildir útdráttur milli umsækjenda.
- Við úthlutun lóðanna skulu gilda ákvæði um að umsækjandi hefur sex mánuði frá úthlutunardegi til að skila inn fullnægjandi byggingarnefndarteikningum og umsókn um byggingarleyfi. Byggingaframkvæmdir skulu hafnar innan árs frá úthlutun og að byggingar skulu hafa hlotið fokheldisvottorð innan tveggja ára, að öðrum kosti fellur niður ákvæði um afslátt gatnagerðagjalda.
Lóðir sem afsláttur gatnagerðagjalda nær yfir:
Reykjahlíð
- Klappahraun 3
- Klappahraun 7
Laugar
- Lautavegur 12
- Lautavegur 14
Stórutjarnir
- Melgata 2
- Melgata 4