HN gerir hafnarsvæðið öruggara fyrir farþega og starfsfólk

Starfsfólk HN hefur unnið að því undanfarnar vikur að gera hafnarsvæðið öruggara bæði fyrir starfsme…
Starfsfólk HN hefur unnið að því undanfarnar vikur að gera hafnarsvæðið öruggara bæði fyrir starfsmenn og farþega. Ný og betri skilti hafa verið sett upp, hlið hafa verið færð til og vakthúsi fyrir gæslu Securitas hefur verið bætt við.

„Veðrið hefur kannski ekki sýnt sínar bestu hliðar alla daga en það er ekki endilega veðrið sem fólk sækist eftir þegar það leggur leið sína til Íslands. Við höfum heyrt af hamingjusömum farþegum sem hafa heillast af náttúruperlunum hér fyrir norðan,“ segir Jóhanna Tryggvadóttir markaðs- og verkefnastjóri hjá Hafnasamlagi Norðurlands.

Komur skemmtiferðaskipa hafa verið nokkuð tíðar frá því um Hvítasunnuhelgi en þá voru tvö skip samtímis við bryggju í Akureyrarhöfn  í fyrsta sinn á þessu sumri.

Starfsfólk HN hefur unnið að því undanfarnar vikur að gera hafnarsvæðið öruggara bæði fyrir starfsmenn og farþega. Ný og betri skilti hafa verið sett upp, hlið hafa verið færð til og vakthúsi fyrir gæslu Securitas hefur verið bætt við.

 Bæta úr nokkrum atriðum

Jóhanna segir að þau viðmið hafi verið sett varðandi móttöku farþega skemmtiferðaskipa til Akureyrar að taka ekki á móti fleiri en 5 til 7 þúsund farþegum á degi hverjum.  „Nú höfum við strax séð mjög umfangsmikla daga þar sem um eða upp úr 5 þúsund farþegar hafa komið til Akureyrar,“ segir hún og að vel hafi gengið, „en við höfum rekið okkur á nokkur atriðið sem ætlunin er að bæta enn frekar.“

Segir Jóhanna það einkum vera þegar ferðalangar koma í land og halda í ferðir með ferðaþjónustuaðilum. „Við reynum að finna taktinn í samvinnu við hagaðila, það er verið að breyta flæðinu og  bæta merkingar.  Miklu máli skiptir að farþegar séu öryggir, vel upplýstir og að allir ferðaþjónustuaðilar séu saman í liði við að taka vel á móti og upplýsa farþegana.“

Nýjast