20. nóvember - 27. nóvember - Tbl 47
Heilsuvernd óskar eftir lóð við Þursaholt undir lífsgæðakjarna
Heilsuvernd ehf. hefur óskað eftir byggingareit á lóðinni númer 2 til 12 við Þursaholt. Búfesti hafði þá lóð til umráða en skilað henni inn þar sem forsendur fyrir þeim byggingu sem félagið ætlaði að reisa á svæðinu voru ekki fyrir hendi.
Forsvarsmenn Heilsuverndar hafa hug á að byggja svonefndar lífsgæðakjarna við Þursaholt. Heilsuvernd Hjúkrunarheimili rekur samkvæmt samningi við Sjúkratryggingar Íslands hjúkrunarheimilin Hlíð og Lögmannshlíð á Akureyri. Þegar hefur verið samið við SÍ um stækkun hjúkrunarrýma um 80 rými á svæði við Vestursíðu, vestan við Síðuskóla og á að vera tilbúið í janúar árið 2027. Þegar er komnar upp tafir á því verkefni. Í bréfi Teits Guðmundssonar forstjóra Heilsuverndar til skipulagsráðs Akureyrarbæjar segir að samtenging þess húsnæðis við Lögmannshlíð sé ekki fyrir hendi sem leiðir af sér að skynsamlegt sé að horfa einnig til annarra staðsetninga við uppbyggingu hjúkrunarheimilis. Horft sé til svæðisins við Þursaholt í þeim efnum.
Ekki hægt að bíða með frekari uppbyggingu
Fram kemur að miklar tafir hafi orðið á endurbótum á Hlíð og fyrir liggi að um 30 rými verið lokuð næstu mánuði vegna þeirra. ”Mótvægisaðgerðir heimilisins, tilfærsla íbúa og starfsfólks eru miklar og hafa áhrif á alla innviði heilbrigðisþjónustu á Akureyri,” segir í bréfinu. Og að það sé mat Heilsuverndar að ekki sé hægt að bíða með uppbyggingu hjúkrunarrýma frekar, leita þurfi leiða til að hraða henni með öllum mögulegum ráðum til að vernda innviði og þjónustu við eldri borgara.
Heilsuvernd og tengdir aðilar sækja um lóðina með það að markmið að byggja upp lífsgæðakjarna á grunni samninga um rekstur hjúkrunarheimilis, ein einnig þjónustukjarna og íbúðir fyrir eldri borgara.
Skiplagsráð frestaði afgreiðslu málsins þar til fyrir liggja viðbrögð frá heilbrigðisráðuneyti.