Olga Gísladóttir hefur starfað hjá Silfurstjörnunni í 35 ár

Tímamótum fagnað: Olga Gísladóttir ásamt samstarfsfólki / myndir samherji.is
Tímamótum fagnað: Olga Gísladóttir ásamt samstarfsfólki / myndir samherji.is

Silfurstjarnan í Öxarfirði hefur frá upphafi verið burðarás atvinnulífsins á svæðinu og var fyrsta landeldisstöðin á landinu til að nota jarðhita af einhverju marki, enda aðgengi að heitu og köldu vatni sérlega gott í Öxarfirði. Silfurstjarnan var stofnuð árið 1988 og var í fyrstu í eigu heimamanna. Reksturinn gekk ekki þrautarlaust fyrir sig, ýmissa hluta vegna.

Olga Gísladóttir verkstjóri í vinnsluhúsi og gæðastjóri hefur starfað hjá Silfurstjörnunni svo að segja frá upphafi. Á sjálfan kvenréttindadaginn fangaði hún 35 ára starfsafmæli hjá fyrirtækinu.  Olga hóf sem sagt störf hjá Silfurstjörnunni 19. júní árið 1989 og man vel eftir fyrsta starfsdeginum.

Silfurstjarnan

Byrjaði í eldhúsinu

„Já, ég gerði það, ég réði mig í eldhúsið og á þessum árum var verið að byggja upp stöðina og mikið að gera hjá okkur, enda margir verktakar við störf sem þurfti að fæða. Á þessum tímapunkti var aðeins búið að byggja tvö ker en þeim fjölgaði verulega um sumarið. Ég var í eldhúsinu í eitt 

og hálft ár, fór þá út á plan og var um tíma vaktmaður. Þetta var fjölbreytt og skemmtilegt starf, enda nýjar áskoranir svo að segja daglegt brauð eins og nærri má geta þegar ný stöð hefur starfsemi.“

 

Þungur rekstur - Kaup Samherja gæfuspor

Hún segir að reksturinn hafi verið erfiður fyrstu árin. Auk laxeldis hafi verið alin bleikja, lúða, sandhverfa og regnbogasilungur í Silfurstjörnunni. Síðustu áratugina hafi einungis verið alinn lax og unninn hjá fyrirtækinu.

“Auðvitað setti þungur rekstur mark sitt á starfsemina, það segir sig sjálft. Þegar Samherji kom inn í reksturinn upp úr aldamótum urðu viss straumhvörf, enda höfðu nýir eigendur fulla trú á landeldi og settu fjármagn í uppbyggingu stöðvarinnar. Ég held að aðkoma Samherja hafi verið gæfuspor Silfurstjörnunnar og þar með atvinnulífsins á svæðinu.“

Einn lyftari í upphafi og unnið í törnum

 Framleiðsla Silfurstjörnunnar er um þrjú þúsund tonn af laxi á ári eftir stækkun  „Tækniframfarir eru gríðarlegar,“ segir Olga þegar hún er spurð um breytingar á starfseminni.

 „Þegar ég byrjaði vorum við aðeins með einn lyftara sem var notaður í alla skapaða hluti, meira að segja til að moka snjó á veturna. Tækjakosturinn í dag er allt annar og sjálfvirknin veruleg. Í grunninn er starfsemin hin sama, ala og slátra laxi til útflutnings. Í upphafi var unnið í törnum en núna er starfsemin svo að segja jöfn allan ársins hring.

Undanfarna mánuði hefur verið unnið að því að stækka stöðina og endurnýja svo að segja allan búnað, enda stöðin komin nokkuð til ára sinna. Silfurstjarnan stækkar um helming, þannig að framleiðslan verður um þrjú þúsund tonn á ári. Þetta eru mjög fjárfrekar framkvæmdir en við getum líka sagt að nýir tímar í atvinnumálum svæðisins séu að renna upp, sem er sérlega jákvætt.“

Gæðastundir með konum frá nærliggjandi bæjum

 Olga er frá Hornafirði og flutti í Öxarfjörðinn með manni sínum Guðmundi S. Ólafssyni sem er fæddur og uppalinn á Núpi í Öxarfirði. Hún segir að á upphafsárum Silfurstjörnunnar hafi margar konur frá nærliggjandi bæjum starfaði við slátrun á laxi.

„Í hvíldartímum átti ég margar gæðastundir með þeim og kynntist mannlífinu hérna með auðveldari hætti en ella. Þetta var á margan hátt ómetanlegt fyrir ungu konuna frá Hornafirði og hjálpaði mér á margan hátt.“

Byggðin rýrari án Silfurstjörnunnar

Olga segir að með árunum hafi safnast upp rík og mikilvæg þekking í Öxarfirði á fiskeldi.

„Ég er nokkuð bjartsýn á framtíðina enda eru aðstæður frá náttúrunnar hendi til matvælaframleiðslu ákjósanlegar hérna. Með stækkun stöðvarinnar eykst starfsöryggið og reksturinn styrkir innviði samfélagsins á flestum sviðum. Verslunin nýtur góðs af starfseminni, þjónustuaðilar fá verkefni, börnum fjölgar í skólunum, sveitarfélagið fær auknar tekjur og svo framvegis. Byggðin

Mætir eldsnemma til vinnu

Í tilefni 35 ára starfsafmælis Olgu var slegið upp grillveislu í hádeginu og henni færðar gjafir.

Olga segist yfirleitt hlakka til næsta dags.

Rekstrarstjórarnir Elvar Steinn Traustason og Arnar Freyr Jónsson sáu um grillið. Olga fylgist með

„Veistu það, já ég geri það. Þótt ýmislega hafi gengið á í rekstrinum, hefur mér aldrei verið sagt upp störfum og launin hafa alltaf skilað sér á réttum tíma. Eðli málsins samkvæmt hef ég kynnst ansi mörgum á þessum áratugum, hérna hef ég eignast góða vini. Ég mæti yfirleitt í vinnuna klukkan fimm á morgnana til að undirbúa vinnslu dagsins. Án undirbúnings er hætta á að eitthvað fari úrskeiðis. Þetta hafa verið góð 35 ár og ég er ekkert að spá í að hætta. Hérna hefur mér liðið vel,"

 En borðar Olga Gísladóttir lax frá Silfurstjörnunni ?

„Já, ‏að geri ég og í mötuneytinu er lax reglulega á boðstólum, enda frábært hráefni."

Viðtal þetta birtist fyrst á heimasíðu Samherja

.


Athugasemdir

Nýjast