Landslag andlitanna í Deiglunni

Facial Landscapes – Landslag andlitanna er heiti á sýningu sem Angelika Haak, mars gestalistamaður Gilfélagsins heldur í Deiglunni kl. 16 í dag, fimmtudaginn 27. mars.
Angelika Haak er vídeólistamaður frá Köln í Þýskalandi. Vídeóportrett eru lykilþáttur í hennar listræna starfi. Þetta eru verk sem leika á mörkum málverka, ljósmynda, skúlptúrs og myndbandsverka.
Angelika Haak ransakar sleitulaust byggingu sjálfsmyndar og afbyggingu hennar í verkum sínum. Hún einbeitir sér að fólki og hugmyndum þess, hugsanaferli og hugsjónum. Vídeóportrettin eru íhugul verk, sem eiga áhrifamátt sinn að þakka samhverfu, einföldun og endurtekningu. Þau leiða áhorfandann í einbeitingu þar sem sér í hinn innsta kjarna segir í tilkynningu um sýninguna.
Sýningin er opin í dag, fimmtudag frá kl. 16 til 20, á morgun, föstudag frá 16 til 20 og á laugardag frá 14 til 18.