Verkalýðshreyfing á krossgötum -Landsfundur VG laugardaginn 18. mars 2023
Aðalsteinn Baldursson formaður Framsýnar á Húsavík flutti í gær ávarp á Landsþingi VG sem vakið hefur mikla athygli Vefurinn hefur fengið margar áskoranir um það hvort ekki væri hægt nálgast ávarpið og birta á vefnum.
Höfundur gaf sitt samþykki
Ágæta samkoma
Takk fyrir að bjóða mér að koma hér í dag og tala um stöðuna í verkalýðshreyfingunni.
Það hefur væntanlega ekki farið fram hjá neinum að mikil átök hafa verið innan hreyfingarinnar, átök sem ekki sér fyrir endann á.
Framundan er þing Alþýðusambands Íslands en þinghaldinu var frestað vegna óeiningar og klofnings á reglulegu þingi þess í október á umliðnu ári. Ákveðið var að boða til framhaldsþings í apríl og ljúka þingstörfum.